„Þetta er mjög ánægjulegt og við gleðjumst yfir hverjum degi sem enginn greinist utan sóttkvíar,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna. Fimm greindust innanlands með Covid-19 í gær en þeir voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum.
Smitin fimm tengjast öll fyrri smitum, meðal annars nýlegri hópsýkingu í Skagafirði.