fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Lyfjastofnun gerir athugasemd við áróðursauglýsingu gegn bólusetningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 14:29

Rúna Hauksdóttir Hvannberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjastofnun hefur birt tilkynningu þar sem áréttað er að heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu í dag þar sem hvatt er til að kynna aukaverkanir af bólusetningum með bóluefnum við Covid-19 til Lyfjastofnunar séu ekki frá stofnuninni komnar.

Enginn er merktur fyrir auglýsingunni en undirskriftin er: „Við erum öll Almannavarnir“

Ennfremur segir Lyfjastofnun að upplýsingar í auglýsingunni um hugsanlegar aukaverkanir séu villandi. Segir þar meðal annars að bólusetningar geti valdið blindu og lömun.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir grafalvarlegt að í auglýsingunni birtist upplýsingar um aukaverkanir sem séu óstaðfestar eða jafnvel kolrangar. Kemur þetta fram á mbl.is.

„Þær at­huga­semd­ir sem við ger­um er auðvitað í fyrsta lagi að það er verið að láta líta út fyr­ir að þetta séu ein­hver yf­ir­völd sem eru að aug­lýsa þarna, sem er ekki nátt­úru­lega. Árvak­ur [út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins] verður auðvitað að bera ein­hverja ábyrgð á þessu, vegna þess að þarna er verið að blása upp ein­hvern hræðslu­áróður,“ segir Rúna.

https://www.facebook.com/lyfjastofnun/posts/3758000704325842

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti