Fjórir karlmenn og ein kona eru ákærð í Rauðagerðismálinu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag er Íslendingurinn Anton Kristinn Þórarinsson, sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins, ekki á meðal ákærðu.
Albaninn Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa myrt samlanda sinn, Armando Beqiri, fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði, laugardagskvöldið 13. október. Notaði hann byssu með hljóðdeyfi við verkið.
Vísir.is greinir frá því í dag að á meðal hinna ákærðu sé unnusta Angjelin en hún er frá Portúgal. Er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið sem hann var myrtur.
Tveir aðrir eru ákærðir. Enginn Íslendingur er á meðal ákærðra.