fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lögmaður telur ólíklegt að OnlyFans-stjörnur verði sóttar til saka fyrir klám – „Væri spennandi fyrir lögmenn að takast á við þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis að vefsíðan OnlyFans sé til skoðunar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar hafa vakið mikla athygli. Á vefsíðunni selja meðal annarra Íslendingar aðgang að efni sínu og einhverjir viðurkenna að sumt af því efni sé klámfengið. Í flestum vestrænum ríkjum er klám ekki bannað en í almennum hegningarlögum okkar Íslendinga er enn í gildi lagagrein sem leggur bann við dreifingu á klámi. Í 210. grein laganna segir meðal annars:

„Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“

Til samanburðar segir í stjórnarskrá lýðveldisins að ritskoðun megi aldrei í lög leiða nema að uppfylltum vissum skilyrðum:

 Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
 Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.] 1)“

Ljóst er að sú hefur verið túlkun löggjafans þegar lög sem banna dreifingu á klámi voru sett að slík lagasetning félli undir vernd siðgæðis.

Væri gaman fyrir lögfræðinga að takast á við slíkt mál

Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir að við túlkun á lögunum í dag í tengslum við OnlyFans sé birting á vefmiðli lögð að jöfnu við birtingu á prenti. Hann sér ýmis vandkvæði á því að beita þessum lögum á þá sem selja efni á Only Fans:

„Það er ekki bann við klámi í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Þetta eru einhverjar eftirhreytur af miklu íhaldssamara samfélagi sem við búum ekki lengur í,“ segir Ómar. Sjaldan hefur reynt á þessi lög en Ómar minnist þess þó er Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2, fékk sekt fyrir sýningu stöðvarinnar á dönsku stjörnumerkjamyndunum. „Það gerðist líka annað slagið að lögreglan gekk á milli bols og höfuðs á einhverjum vídeóleigum þar sem klámmyndir voru í boði í möppum á bak við,“ rifjar Ómar ennfremur upp.

Ómar segir að mismunandi lögsaga gæti gert torvelt að lögsækja notendur OnlyFans. Þannig sé hægt að framleiða efni fyrir vefinn í Bretlandi eða Bandaríkjunum og þar með sé ekki farið á skjön við íslensk lög þó að aðgengið sé alveg hið sama.

„Það væri vissulega spennandi fyrir lögmenn að takast á við þetta lögsögudæmi fyrir dómi þó að það væri ekki spennandi fyrir vesalings fólkið sem á í hlut,“ segir Ómar.

Telur að tíma kynferðisbrotadeildarinnar væri betur varið í annað

Algengt er að grófasta efni OnlyFans-stjarna sé selt í þröngum hópi en þeir sem kaupa almenna áskrift hafi aðgang að vægara efni. „Ég tel að það hefði áhrif á meðferð máls ef dreifingin er mjög þröng, það gæti orðið flóknara að sanna brot og það væri mjög sérstakt ef lögreglan væri að beita tálbeitum í slíkum málum og panta sérstaklega grófa útgáfu af klámi, ég sæi það ekki ganga upp réttarfarslega,“ segir Ómar.

Aðspurður segir Ómar að það hafi ekki komið honum sérstaklega á óvart að lögreglan sé að rannsaka OnlyFans, það sé hennar hlutverk samkvæmt gildandi lögum. „Ég tel hins vegar að tíma kynferðisbrotadeildarinnar væri betur varið í annað en að skoða hvernig fólk ver tíma sínum í svefnherberginu þar sem enginn er beittur þvingunum eða neinu slíku. Það kæmi mér mjög á óvart ef eitthvað meira kæmi út úr þessu en bara skoðun,“ segir Ómar sem telur ólíklegt að ákærur tengdar dreifingu efnis á OnlyFans líti dagsins ljós.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“