fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 10. maí 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún, fræðimaður og höfundur bókarinnar „Leitin að Njáluhöfundi,“hefur verið að kafa ofan í Geirfinnsmálið fræga í greinum sem hafa birst undanfarið í Morgunblaðinu. Þar hefur hann velt fram mörgum spurningum og telur sem dæmi að með nútímatækni ætti að vera leikur einn að hefja rannsókn málsins að nýju.

Geirfinnsmálið má rekja til ársins 1974 þegar Keflvíkingurinn Geirfinnur Einarsson hvarf sporlaust í nóvember. Hvarf hans var síðar tengt hvarfi annars manns, Guðmundar Einarssonar og var hópur ungmenna sakfelldur fyrir morð, þrátt fyrir að engar líkamsleifar lægu fyrir í málinu. Rannsókn lögreglu hefur verið harðlega gagnrýnd í gegnum tíðina og fékkst málið endurupptekið 2018 og sakborningar þá sýknaðir.

Eftir stendur að hvorki Guðmundur né Geirfinnur hafa fundist á þeirri tæpu hálfu öld síðan þeir hurfu.

Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún telur margt mega skoða í málinu í dag. Í síðustu viku velti hann fram þeirri getgátu að fleiri en einn hafi þurft að bana Geirfinni ef um ásetning var að ræða. Í dag veltir hann fyrir sér hvort að styttan Leirfinnur hafi ekki bara verið afvegaleiðing í málinu.

Styttan af Leirfinn var gerð eftir lýsingu sjónarvotta af mannis em hringdi úr Hafnarbúðinni í Keflavík kvöldið sem Geirfinnur hvarf, en talið var að símtalið hafi verið til Geirfinns til að boða hann á stefnumót umrætt kvöld.

„Á þessum tíma voru ekki til farsímar og sumir „útréttingamenn“ fengu oft að fara í síma til að boða komu sína og greiða fyrir erindrekstri sínum. Mér finnst heldur ósennilegt, að maður sem ætlar að eiga alvarleg samskipti við Geirfinn í aðdraganda hvarfs hans, hafi byrjað á því að ganga inn í Hafnarsjoppuna, þar sem hann gat orðið á vegi fólks sem þekkti hann og fá þar að hringja,  þar sem fólk gat hugsanlega heyrt hvert orð sem hann segði,“ skrifar Gunnar.

„Er ekki líklegra að hringt hafi verið í Geirfinn úr heimahúsi? Með það í huga, er að sumu leyti líklegt að „Leirfinnur,“ maðurinn í leðurjakkanum, sem vildi hringja úr Hafnarsjoppunni, sé hvarfi Geirfinns með öllu óviðkomandi og þar hafi rannsakendur lent inni á miklum villigötum?“

Gunnar veltir ennfremur fyrir sér hvað gæti hafa orðið um jarðneskar leifar Geirfinns.  Líklega hafi hann verið fluttur frá Keflavík í bifreið, á sjó eða í lofti.

„Hafi hann ekki verið hakkaður niður í smælki, þá kemur margt til greina. Hafi honum verið sökkt í sjó, þá þurfti sérstakan útbúnað úr járni eða steypu til að lík hans ræki ekki á land á næstu árum,“ segir Gunnar. Hann telur jafnframt ólíklegt að Geirfinni hafi verið komið fyrir í hraungjótu nærri Keflavík – það hafi verið of mikil áhætta fyrir gerenda/ur að athafna sig á svona opnu svæði.

Gunnar segir að ef Leirfinnur sé málinu óviðkomandi þá opnist nýr vinkill í málinu. „Það leiðir til þess að með nútímatækni mætti sennilega þrengja hringinn umhverfis líklegan geranda. Til að skaða ekki þá rannsóknarmöguleika, þá segi ég hér og nú ekkert um það hver sú rannsóknaraðferð er.“

Nútímatækni hafi ekki staðið mönnum til boða þegar Geirfinnur hvarf, eins hafi þekking í sakamálum aukist í gegnum árin. Því ættu rannsakendur að skoða þetta mál frá grunni og þá helst beina sjónum að yfirheyrslum fólksins sem næst stóð Geirfinni.  Að lokum stingur Gunnar upp á því að kvikmyndaframleiðandinn Björn B. Björnsson verði fenginn til að yfirfara Geirfinnsmálið, en Björn sé afburðarsnjall eins og hafi vel sést í þættinum „Leyndarmálið“ á RÚV í apríl

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“