Morgunblaðið skýrir frá þessu. Hann sagði að ánægja ríki með þróun mála og að jákvæð teikn sjáist fyrir haustið. „Við erum bjartsýn á að Ísland hafi mikil tækifæri sem áfangastaður ferðamanna og að það verði mikil eftirspurn eftir því að koma hingað,“ er haft eftir honum.
Í lok maí verður áætlunarflug til sex áfangastaða í Bandaríkjunum á vegum Icelandair og sagði Bogi að bókanir hafi verið að taka vel við sér þar í landi. Hann sagði að leiðakerfi félagsins væri nú að fara í gang og að félagið finni fyrir miklum áhuga á öðrum mörkuðum en þar hafi bókanir verið færri vegna ástandsins í löndunum.
Hann sagði að jákvæð þróun sjáist nú á breska markaðnum en Ísland var sett á grænan lista þarlendra yfirvalda fyrir helgi.