fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ákærð fyrir kynferðisbrot á hóteli í Reykjavík – „Er þetta ekki bara gott“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 10. maí 2021 19:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir kynferðisbrot á hóteli í Reykjavík í apríl árið 2019.

Konan er sögð hafa brotið á annarri konu sem lá við hlið hennar í rúmi á hótelinu. Meðan brotaþoli svaf greip konan í hendi hennar og strauk meðfram nöktum líkama sínum. Þegar brotaþoli lýsti því yfir að hún vildi ekki strjúka henni þá hóf konan að strjúka brotaþola utanklæða frá brjóstum og niður á læri.

Eftir þetta mun brotaþoli hafa fært sig út á brún rúmsins og vafið utan um sig sæng, að því er segir í ákærunni. Þá á konan að hafa fært sig að brotaþola, strokið líkama hennar yfir sængina, lagt andlit sitt að andliti brotaþola og sagt: „Við skulum bara hafa kósý“, „Er þetta ekki gott“ og „Er þetta ekki bara kósý“

Er konan ákærð fyrst fyrir kynferðislega áreitni, en til vara fyrir að hafa með lostugu athæfi sært blygðunarkennd brotaþola.

Brotaþoli gerir þá einnig einkaréttarkröfu og krefst bóta að fjárhæð 943 þúsunda króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum