fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 09:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun koma um eitt þúsund farþegar hingað til lands með þeim flugvélum sem væntanlegar eru. Útlit er fyrir að flöskuháls myndist þá við greiningu PCR-prófa. Landspítalinn mun að óbreyttu ekki geta annað þeim mikla fjölda greininga sem þarf að gera miðað við væntanlegan fjölda ferðamanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Haft er eftir Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, að ferðamönnum fjölgi hraðar en gert hafi verið ráð fyrir í spám. Unnið sé að því að greina hvernig sé hægt að bregðast við þá daga sem álagið á landamærunum verður mest. „Það eru mjög margir áætlaðir á laugardaginn. Þetta er sá dagur sem hvað flestir hafa verið bókaðir hingað til. Við eigum eftir að sjá hve margir skila sér, þannig að það á eftir að koma í ljós hvað þarf að taka mörg sýni. Það er alveg viðbúið að það komi dagar þar sem við förum alveg að efstu mörkum þess sem kerfið þolir,“ er haft eftir honum.

Aðspurður sagði Víðir að tafir á greiningu sýna geti haft í för með sér að fólk þurfi að vera lengur í sóttkví. Hann sagðist þó ekki eiga von á að biðin verði lengri en 24 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“