fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Segir umræðuna um Sölva litaða af gerendameðvirkni – „SÖRPRÆS OG SJOKKERANDI. Gerendur ofbeldis ljúga“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. maí 2021 12:17

Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmennskan, samfélagsmiðill sem varð til í kjölfar frásagna karla undir myllumerkinu #karlmennskan á Twitter í mars 2018, er miðill sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku ráðandi sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.  Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, stendur á bak við miðilinn.

Karlmennskan hefur nú deilt færslu um mál Sölva Tryggvasonar og benda á að umræðan sé lituð af gerendameðvirkni.

„Gerendameðvirkni er það að afsaka gjörðir gerenda, afneita þeim, trúa frásögn geranda en ekki þolenda eða hreinlega sýna gjörðunum skilning „æ, hann er svo góður samt”. Skrímslavæðing er einmitt það að telja að vegna þess að gerandi ofbeldis sé svo flottur, stóískur, frægur og flottur að þá geti bara hreinlega ekki verið að hann hafi beitt ofbeldi“

Karlmennskan bendir á að gerendur ofbeldi ljúga og geti oft komið vel fyrir og haft mjög mannlegar hliðar.

„SÖRPRÆS OG SJOKKERANDI. Gerendur ofbeldis ljúga. Gerendur ofbeldis iðka heilsusamlegt líferni, koma vel fyrir, vinna í sjálfum sér og eru sannfærandi. Þeir eru myndarlegir og virtir. Geta átt í ofbeldislausum samskiptum og sýnt allskonar mennskar hliðar. Gerendur eru allskonar og jafnvel einstaklingar sem þú hefðir ekki getað ímyndað þér að myndi beita ofbeldi.“

Undanfarna daga hafi áhrifafólk, fjölmiðlafólk, konur og karlar dásamað og trúað meintum geranda ofbeldis, það er Sölva Tryggvasyni, en úthúðað meintum „slúðurberum“ svo sem einkaþjálfaranum Ólöfu Töru Harðardóttur.

„Að horfa upp á umræðu síðustu daga, hvernig karlar og konur, áhrifafólk og fjölmiðlafólk kepptust við að dásama og trúa gagnrýnislaust (meintum) geranda ofbeldis en úthúða „slúðurberum” er svo týpískt fyrir samfélag sem litað er nauðgunarmenningu og karllægni.“

Það sé umhugsunarvert að fólk hafi samstundis stokkið til og valið að trúa Sölva frekar en meintum þolendum hans.  Sérstaklega eftir fréttir gærdagsins þar sem greint var frá því að tvær konur hafi nú kært Sölva til lögreglu.

„Karlasamstaðan og áhrifamáttur þeirra á orðræðuna, umræðuna, sjónarhornið og viðhorf almennings er umhugsunarverð. Það hvernig samstundis var tekið undir með frásögn (meints) geranda og gagnrýnislaust farið í að úthúða þeim sem trúðu frásögn (meints) þolanda (eða „slúðrinu”). Og nú hafa tvær konur lýst ofbeldi og kært til lögreglu“

Það sé erfitt fyrir þolendur ofbeldis að verða vitni að slíku í samfélaginu.

„Ímyndið ykkur ofbeldið sem það væri, ef þið hefðuð verið beitt ofbeldi og gerandinn ykkar, með risaplatform og áhrifafólk og almenning með sér tryði ykkur ekki. Þið væruð sögð lygarar. Ég segi bara eins og sumir „Hvað er að okkur?”

Ein samviskuspurning: Hverjum ætlar þú að trúa? Hvaða afstöðu ætlar þú að taka? Og hvað hefur áhrif á það?“

 

Posted by Karlmennskan on Wednesday, May 5, 2021

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings