fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Segir að minnst tveir menn hafi banað Geirfinni ef um ásetning var að ræða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 13:00

Geirfinnur Einarsson hvarf 19. nóvember 1974.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún, fræðimaður og höfundur bókarinnar „Leitin að Njáluhöfundi,“ skrifar um Geirfinnsmálið í Morgunblaðið í dag.

Keflvíkingurinn Geirfinnur Einarsson hvarf þann 19. nóvember árið 1974. Fimm ungmenni voru nokkrum árum síðar sakfelld fyrir að hafa orðið honum að bana (með mismikilli hlutdeild), þrír úr sama hópi Guðmundi Einarssyni sem hvarf frá Hafnarfirði á svipuðum tíma.

Á seinni tímum hefur rannókn lögreglu á málinu verið harðlega gagnrýnd og árið 2018 voru mál fimmenninganna tekin upp aftur og þau sýknuð.

Eftir stendur að gátan um hvarf Geirfinns er óleyst.

Gunnar leggur til að lögregla leggist yfir allar þær yfirheyrslur sem gerðar voru yfir öðrum aðilum en sakborningunum (sem eigi að vera til á segulbandsspólum) og yfirheyri fólkið aftur:

„Með þetta í huga gef ég mér að rann­sókn­ar­menn hljóti að hafa yf­ir­heyrt eft­ir­talið fólk: Fjöl­skyldu Geirfinns, tengda­fólk hans og alla hans nán­ustu ætt­ingja. Enn frem­ur alla hans vini og kunn­ingja, vinnu­fé­laga og allt það fólk sem hann hafði þá um­geng­ist síðustu árin. Hljóta ekki rann­sak­end­ur að hafa yf­ir­heyrt allt þetta fólk aft­ur, ein­hverj­um dög­um síðar og í þriðja skiptið að mánuði liðnum, alltaf með ná­kvæm­lega sömu spurn­ing­un­um? Nú þekki ég ekki hvaða vinnu­til­hög­un lærðir rann­sak­end­ur viðhafa, en það er vitað að menn þurfa að hafa gott minni til að geta end­ur­tekið síðar eitt­hvað sem ekki er fylli­lega satt. Oft má líka heyra á radd­hreim manna þegar eitt­hvað er ekki fullsagt eða eitt­hvað er sagt ósatt.

Með of­an­greind­um orðum er ég ekki að ætla vin­um Geirfinns neitt óheiðarlegt, en ég tel hins veg­ar að lyk­ill­inn að þessu máli kunni að liggja í öllu því sem hann kann að hafa sagt í þeirra áheyrn og eins hvort menn hafi greint per­sónu­leika­breyt­ing­ar í fari hans áður en hann hvarf.“

Ásetningur eða sauð upp úr?

Gunnar varpar fram þeirri tilgátu að Geirfinnur hafi fyrirfarið sér og undirbúið hvarf sitt sjálfur. Hann spyr einnig hvort hann hafi haft tengsl við herstöðina í Keflavík og hvort slík tengsl hafi verið könnuð.

Þá segir Gunnar:

„Við yf­ir­heyrsl­ur hljóta rann­sak­end­ur að hafa gert ráð fyr­ir því að ein­hverj­ir svar­end­ur gæfu vís­vit­andi röng svör til að villa um og leiða rann­sókn­ina á villi­göt­ur. Með aðferðum sem ég nefndi áðan, þá eiga rann­sókn­ar­menn að átta sig á slíku.“

Gunnar spyr hvort sá sem myrti Geirfinn hafi ætlað að eiga við hann einhver samskipti en rás viðburða hafi leitt til manndráps. Hafi verið ásetningur að myrða Geirfinn þá telur Gunnar að minnst tveir menn hafi verið að verki. Lok greinar Gunnar eru eftirfarandi:

„Hafi það hins veg­ar verið ásetn­ing­ur að myrða Geirfinn, þá hafa minnst tveir menn staðið að verki. Hafi slíkt verið ásetn­ing­ur, þá er lík­legt að önn­ur hvor af tveim­ur ástæðum liggi þar að baki; annað er eitt­hvað per­sónu­legt og þá mjög djúp­stætt og hitt er viðkom­andi fjár­mála­leg­um og viðskipta­leg­um sam­skipt­um. (Hann kynni líka að hafa verið lát­inn hverfa, af því að hann vissi of mikið um eitt­hvað, sem alls ekki mátti vitn­ast). Í áður nefnd­um yf­ir­heyrsl­um kynni að leyn­ast lyk­ill­inn að því að nálg­ast þetta.

Eng­inn vafi er á að rann­sak­end­ur hljóta að hafa skoðað í þaula all­ar pen­inga­færsl­ur sem höfðu farið í gegn­um hend­ur Geirfinns. Á þeim árum voru handskrifaðar banka­á­vís­an­ir mikið notaðar og ég ætla að hægt hafi verið að rekja all­an fer­il þeirra. Nán­asta fólk Geirfinns hlýt­ur að hafa vitað hvort hann notaði pen­inga­seðla mikið í viðskipt­um.

Meira verður fjallað um mál þetta síðar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá