fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur verið mjög þurrt í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýju tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var heildarúrkoman 193,5 millimetrar en það er um 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ekki hafi verið svona þurrt fyrstu fjóra mánuði ársins í Reykjavík síðan 1995. Einnig hefur verið mjög þurrt nú í upphafi maí. Á Akureyri mældist heildarúrkoma fyrstu fjóra mánuði ársins 200,9 millimetrar sem er um 10% meira en meðalúrkoman 1991 til 2020.

Það sem af er ári hefur heildarúrkoman mælst meiri á Akureyri en í Reykjavík en það er nokkuð sjaldgæft að sögn Veðurstofunnar.

Í Reykjavík var meðalhitinn 2,0 gráður fyrstu fjóra mánuði ársins en það er 0,5 gráðum yfir meðallagi 1991-2020 en jafnt meðalhita síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,5 gráður á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 0,2 gráðum yfir meðallagi 1991-2020 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu 10 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt