fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur verið mjög þurrt í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýju tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var heildarúrkoman 193,5 millimetrar en það er um 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ekki hafi verið svona þurrt fyrstu fjóra mánuði ársins í Reykjavík síðan 1995. Einnig hefur verið mjög þurrt nú í upphafi maí. Á Akureyri mældist heildarúrkoma fyrstu fjóra mánuði ársins 200,9 millimetrar sem er um 10% meira en meðalúrkoman 1991 til 2020.

Það sem af er ári hefur heildarúrkoman mælst meiri á Akureyri en í Reykjavík en það er nokkuð sjaldgæft að sögn Veðurstofunnar.

Í Reykjavík var meðalhitinn 2,0 gráður fyrstu fjóra mánuði ársins en það er 0,5 gráðum yfir meðallagi 1991-2020 en jafnt meðalhita síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,5 gráður á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 0,2 gráðum yfir meðallagi 1991-2020 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu 10 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“