fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Sölvi stígur fram í einstöku viðtali og afhjúpar söguburðinn – „Mér var hótað mannorðsmissi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 18:55

Sölvi Tryggvason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér var hótað mannorðsmissi,“ segir Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður í viðtali við lögmann sinn, Sögu Ýrr Jónsdóttur, þar sem þau ræða sögusagnir um Sölva sem kraumað hafa í samfélaginu og nokkrir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum kröfðust þess að fjölmiðlar fjölluðu um.

Ásakanirnar snerust um það að Sölvi hefði keypt þjónustu vændiskonu og gengið síðan í skrokk á henni. DV rannsakaði ásakanirnar um helgina og fann ekkert sem studdi þær. Meðal annars hafði DV samband við meintan brotaþola sem kannaðist ekki við málið.

Sölvi birti yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði sögusagnirnar vera helberan þvætting. Hann var sagður hafa verið handtekinn vegna málsins en hann birti endurrit úr málaskrá lögreglu sem sýnir að hann hefur hvergi komið fyrir í störfum lögreglu á umræddu tímabili.

Í viðtalinu lýsir Sölvi því hvaða áhrif slúðrið hefur haft á hann og hans nánustu. Viðtalið er í spilara undir fréttinni.

Sölvi segir að tiltekin kona hafi hótað honum mannorðsmissi og hafi hann brugðist við þeirri hótun með því að hafa samband við lögreglu. Í kjölfarið hafi sögusagnirnar um hann byrjað að breiðast út.

Sölvi Tryggvason. Aðsend mynd.

Ekki fer á milli mála að sögusagnirnar hafa tekið mikið á Sölva og brotnar hann nokkrum sinnum niður í þættinum.

Í uppafi viðtalsins við lögmann sinn, Sögu Ýrr Jónsdóttur, segir Sölvi að þrátt fyrir yfirlýsinguna sem hann birti í gær líði honum enn mjög illa út af málinu og því vilji hann gera frekari grein fyrir því við hana.

Sölvi segir að þegar maður verði fyrir svona söguburði þá líði manni eins og það sé einhver sletta á manni sem maður losnar ekki við. Hann segist eiga erfitt með að horfa í augun á fólki og honum líði enn eins og hann sé undir árás. Samt telji hann sig vera mjög sterkan einstakling. Saga bendir honum á að enginn einstaklingur geti staðið undir svona löguðu.

Í kjölfar þeirra orða fer Sölvi að hágráta.

Brotnar saman í viðtalinu

Hann greinir síðan frá því þegar honum var sagt frá því að frétt um málið hefði birst á vef Mannlífs. Er hann las fréttina, þar sem gerandi var ekki nafngreindur, segist hann hafa haldið að fréttin hlyti að vera um annan mann. Engu að síður var hann ekki mönnum sinnandi eftir lesturinn en hann var staddur í fjölskylduboði. Hann gat ekki borðað og var gjörsamlega eyðilagður.

Sölvi segir að daginn eftir, þ.e. síðasta sunnudag, hafi rignt yfir hann skilaboðum og fyrirspurnum. Þá ákvað hann að hafa samband við lögmann sem sótti málaskrá til lögreglu. Málaskráin var hrein og þar var Sölvi hvorki bendlaður við vændiskaup né ofbeldi.

Leitaði sjálfur til lögreglu

„Fyrir sex eða sjö vikum síðan leitaði ég sjálfur til lögreglu af því það var manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig að ég vil ekki einu sinni nota þetta til að svara fyrir mig vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan „Já, Sölvi lögreglan, hann hlýtur að vera sekur.“

Sölvi endurtekur að hann hafi leitað til lögreglu vegna þess að kona hótaði honum að rústa mannorði hans og núna hafi tilraun til þess verið gerð.

Saga segir að Sölvi líði hér fyrir það að vera miðaldra karlmaður í forréttindastöðu. Hann segir að honum finnist erfitt sem karlmanni að stíga fram og segja að honum hafi verið ógnað. Saga segir að við verðum að vernda strákana okkar og þeir verði að geta leitað sér hjálpað þegar þeim er ógnað.

„Mér finnst ég svo dofinn,“ segir Sölvi og Saga segir að hún væri undrandi ef hann væri það ekki. Sölvi segist hafa óttast að það fyndist eitthvað í málaskránni sem hann vissi ekki um vegna þess að búið væri að „freima“ hann. Þegar hann sá að málaskráin var hrein hafi hann brotnað saman.

Konan er ekki vændiskona

Sölvi segist hafa efast um að hann væri maðurinn sem fjallað var um í slúðursögunum vegna þess að konan sem hann átti í samskiptum við væri ekki vændiskona.

Sölvi segir að það hafi ekki verið neitt grín hvernig konan sem hótaði honum mannorðsmissi var þegar hún hótaði honum. Hann hafi leitað til lögreglu til að bera hönd fyrir höfuð sér en konan hafi verið í sárum vegna sambandsslita þeirra. Sambandið hafi ekki gengið upp.

Segir að lögreglan hafi mætt sér af léttúð

„Mér líður enn eins og ég hafi gert mistök að leita til lögreglu,“ segir Sölvi en hann segir að lögreglan hafi mætt sér af nokkurri léttúð. Hann hafi skýrt lögreglunni frá að konan væri að hóta að rústa mannorði hans og það væri allt undir, mannorð hans og lífsviðurværi.

Engin afsökunarbeiðni

„Ég hef ekki fengið neina afsökunarbeiðni og mér skilst að fréttin sé enn uppi,“ segir Sölvi og er mjög gagnrýninn út í vinnubrögð Mannlífs sem birti frétt um sögusagnirnar gegn Sölva á laugardag án þess að nafngreina hann. Innihald fréttarinnar var eingöngu ásakanir áhrifavaldsins Ólafar Töru Harðardóttir um ofbeldi þekkts manns gagnvart vændiskonu.

Sölvi brotnar síðan aftur saman er hann lýsir því hvernig konur sem hann þekkir, meðal annars konur sem hann hefur átt í sambandi við, hafi sett sig í samband við hann, lýst yfir stuðningi við hann og sagt að þær viti hvaða mann hann hefur að geyma.

Sölvi segir hágrátandi frá því að systir hans hafi hringt í hann og spurt hvort hún þyrfti að hafa áhyggjur af honum, óttaðist að hann myndi fyrirfara sér.

„Pabbi minn er ekki að fara að jarða annan strák,“ segir Sölvi og hágrætur.

„Ertu að grenja, helvítis auminginn þinn, þannig líður mér,“ segir hann síðan.

Saga segir að hún haldi að eftir þessa reynslu muni hún aldrei geta setið og hlustað á rætnar sögur um náungann.

Viðtalið við Sölva er hér í spilaranum fyrir neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=u3YqHaVzfrs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“