fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hugsanlegt að það líði að goslokum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 08:00

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags breyttist eldgosið í Geldingadölum þannig að nú verða stutt hlé á því og dettur bæði gasstreymi og kvikustreymi þá niður. Síðan koma hrinur sem standa í allt að 15 mínútur. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að þetta geti verið merki um að það líði að lokum gossins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft ef eftir Páli að hegðun sem þessi komi stundum fram þegar líður að goslokum en ekki sé reynsla af þessu í hraungosum.

Haft er eftir honum að hléin á gosinu hafi varað allt frá einni mínútu upp í nokkrar mínútur. Í kjölfar þeirra komi hrinur sem standi í allt að 15 mínútur. Hann sagði að þær hafi styst og hafi goshléin lengst á meðan goshrinurnar styttust. Hann sagði að margt geti valdið þessu og of snemmt sé að segja til um hvað valdi þessari breytingu.

Morgunblaðið hefur eftir Magnúsi Tuma Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi, að þessi breytta hegðun geti verið vísbending um að gosvirknin fari minnkandi en einnig geti verið að gosið sé að leita sér að öðrum stað til að koma upp á yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi