fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ástin blómstrar á Gömlu Borg í Grímsnesi – „Okkar heimur er hér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 30. apríl 2021 20:30

Þórunn Wolfam og Mummi Týr Þórarinsson á Gömlu Borg - MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla Borg í Grímsnesi hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Húsið var upphaflega byggt sem þinghús en varð síðar skóli, dansstaður, bílaverkstæði, kaffihús, samkomustaður og nú hefur það fengið enn annað hlutverk – sem heimili.

Eftirfarandi er brot úr helgarviðtali DV við Mumma Týr Þórarinssyn og Þórunni Wolfram þar sem þau tala um lífið á Gömlu Borg í Grímsnesi, fortíðina og ástina.

Hjónin Mummi Týr Þórarinsson og Þórunn Wolfram festu kaup á húsnæðinu í haust og lifa nú góðu og rólegu lífi í þessu merkilega menningarhúsi. Þau taka á móti blaðamanni á heimili sínu. Þar er hátt til lofts og stórir gluggar gera það að verkum að engin þörf er að kveikja ljós á meðan sólin er á lofti. Upp á sviði er hjónarúm og á miðju gólfi er veglegt mótorhjól, nokkuð sem þykir sérstakt húsgagn í hefðbundinni stofu, en reyndar er ekkert hefðbundið við þetta sögulega húsnæði sem hjónin kalla heimili sitt.

Mynd/ERNIR

Húsið tók vel á móti þeim 

„Konan mín er þeim hæfileikum gædd að hún er alls staðar og fylgist með öllu – ég er meira hellisbúi en hún er alls staðar – hún var búin að fylgjast með á fasteignavefjum.

Bæði áttum við þann draum þegar við kynntumst að kaupa einhverja hlöðu eða eitthvað gamalt hús sem okkur langaði að gera upp og búa í. Svo allt í einu birtist þetta,“ segir Mummi.

Þórunn rakst á söluauglýsingu fyrir Gömlu Borg og varð strax heilluð. „Ég var ekkert að sturlast úr spennu fyrst,“ segir Mummi.

Hann heillaðist þó um leið og þau fóru og skoðuðu húsið. „Húsið tók svo vel á móti okkur, það er erfitt að útskýra það en það bara bauð okkur velkomin,“ segir Mummi.

„Svo við bara gerðum tilboð og fluttum,“ segir Þórunn. „Við erum með alls konar hugmyndir um að halda þessu húsi í einhvers konar rekstri. Menningarhús, pop-up-viðburði eða eitthvað. Ímyndaðu þér hvað væri geggjað að vera hér með gaurinn með gítarinn og bara stóla – hvað sem er. En aðallega erum við með þetta sem húsaverndunarverkefni því þetta er hús sem er byggt árið 1929 og hefur gengið í gegnum alls konar og hér eftir verður ekkert sem kemur fyrir það, ekki á meðan við eigum það og við ætlum að eiga það lengi.“

Mynd/ERNIR

Bjórdælan vék fyrir eldavél

Hjónin eru nú með aðsetur í húsinu og til þess að það gæti gengið upp þurfti að ráðast í ákveðnar breytingar. Nú má í gamla þinghúsinu finna sturtur, þvottavél og þurrkara, og sviðið sem Sigur Rós spilaði í kvikmyndinni Heima er nú svefnherbergi. Barinn sem áður svalaði þorsta gesta hefur nú fengið nýtt hlutverk og bjórdælan hefur vikið fyrir eldavél.

Lífið á Gömlu Borg er mjög gott,“ segir Mummi. „Ég er B-maður í eðli mínu og gaurinn sem er alltaf með svefnraskanir svo ég sef á mjög skringilegum tímum. En hún er meira bundin við klukkuna. Hún er mætt í vinnuna hér við borðið fyrir allar aldir og svo skrölti ég á fætur einhverjum klukkutímum seinna og labba fram hjá með hendurnar ofan í nærbuxunum á meðan hún er á Zoom-fundi – og nú ætlar hún að leiðrétta mig …“

„… Hah, það er ekki alveg svoleiðis,“ segir Þórunn. „En lífið hér er rosalega gott. Það var svolítið skrítið þegar við fluttum 16. október og komum hingað. Það vantaði sturtur og að tengja þvottavél, laga eldhúsið og það var allt í hönk. Okkar heimur er hér, við erum alltaf í sambandi í gegnum tölvuna, en okkar heimur er ofsalega „content“.“

„Tíminn er svo afstæður hér. Ég veit aldrei hvaða dagur er, það er bara dagur. Dagarnir líða hratt,“ segir Mummi.

„Það er svo geggjað að vera hérna einhvers staðar lengst út í sveit,“ bætir Þórunn við. „En við löbbum út í búðina við hliðina sem er með allt. Sundlaugin er svo hérna örfáum metrum frá og það tekur korter að keyra upp á Selfoss. Svo miðað við að vera í sveitinni erum við ótrúlega vel sett.“

„Það er svo lítið mál að fara út á Selfoss, það er bara korter, og þar er hægt að sækja alla þjónustu. Svo vinnum við bæði heima. Við erum líka ekki rosalega mikið elda-fólk.“

Þórunn nýtir aftur tækifærið og leiðréttir hann og bendir á að þau eldi nú alveg mat, þau séu bara ekkert mikið fyrir að borða. Mummi grípur um magann og segir: „Ég er alltaf jafn hissa hvað ég er feitur út af því að …“ og Þórunn klárar setninguna fyrir hann: „… við eldum þegar við erum svöng en við erum ekkert oft svöng.“

„Við erum með sama óheilbrigða sambandið við mat. Það er bara einhvern tímann og kannski,“ útskýrir Mummi. „Við mælum aðallega á syninum, hvað hann er orðinn horaður, hvort það þurfi þá að fara í búð eða ekki.“ Þá hlær Þórunn „Nei, það er ekki þannig.“

Gamla Borg, Grímsnes, Mummi, Stóra Borg, Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Týr Þórarinsson

Forréttindapésar

Blaðamaður spyr þá hvað það besta sé við lífið á Gömlu Borg.

„Húsið, andinn í húsinu. Gamli panellinn hérna í loftinu, rósettan, barinn. Að vakna hérna inni í þessu umhverfi,“ segir Þórunn.

Þeim hjónum dreymir um að færa húsið aftur til vegs og virðingar, gera upp lóðina og jafnvel bæta við fallegum palli. Þetta er hús með sögu, hús þar sem fólk hefur dansað, orðið ástfangið, stundað pólitík, borðað og glaðst.

„Það besta við að vera hér er að vera hérna með þér,“ segir Þórunn og brosir til Mumma síns. „Það er meira búið en eftir í lífinu, það er bara staðreynd og það að vera á þessum stað í svona djúpu tilfinningasambandi og vakna alltaf fullur af þakklæti, það er bara svo gott.“

Mummi er þessu hjartanlega sammála. „Þetta eru forréttindi. Við erum bæði að vinna við það sem okkur langar að gera í lífinu, svo við erum eiginlega bara forréttindapésar.“

Mynd/ERNIR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi