fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Fleiri sækjast eftir að komast í starfsnám en flestum er hafnað

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 09:09

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsóknir í starfsnám voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7%. Þetta kemur fram í samantekt sem menntamálastofnun birti nýlega um umsóknir, innritun og nemendafjölda í framhaldsskólum á vorönn 2021. Í samantektinni er meðal annars fjallað um starfsnám en undir þá skilgreiningu í samantektinni falla iðngreinar sem kenndar eru í framhaldsskólum hér á landi.

„Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er meðal annars verið að tala um iðnnám,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, Sambands iðnfélaga.

Í umfjöllun Menntamálastofnunar kemur einnig fram að þann 1. mars 2021 var fjöldi nemenda í framhaldsskólum 20.989 þar af 6.689 í starfsnámi eða hartnær 30% af heildarfjöldanum. „Áhugavert er að kryfja þessar tölur betur út frá kyni og aldurssamsetningu. Um 66,5% af nemendafjöldanum voru karlkyns á meðan 33,5% voru kvenkyns. Ef horft er til þeirra nemenda sem eru 16 ára og yngri voru rúm 70% af þeim aldurshópi sem stundaði bóknám og einungis 14% var í starfsnámi. Nokkrar breytingar verða á þessari samsetningu eftir því sem nemendurnir verða eldri og eykst þá ásókn í starfsnám. Til að mynda hækkar hlutfall þeirra sem stundar starfsnám í 36,9% í aldurshópnum 19 – 24 ára og fer í 71,9% í aldursbilinu 25 ára og eldri,“ segir Hilmar.

Hann segir að án efa séu nokkrar skýringar á því að eldri nemendur sæki fremur í starfsnám en bóknám. „Í samantekt Menntamálastofnunar kemur fram að þetta geti verið vísbending í þá veru að hluti nemenda hafi ekki unað sér á þeirri námsleið sem upphaflega var valin og fært sig síðar yfir í starfsnám. Samiðn tekur undir þær vangaveltur og telur ennfremur mikilvægt að leitað verði leiða til þess að þeir nemendur sem velja sér starfsnám á annað borð geri það fyrr á sinni skólagöngu. Slíkt myndi fela í sér aukna ánægju nemenda með að hafa fundið sína réttu hillu fyrr á lífsleiðinni og ekki síður meiri hagrænan ábata fyrir íslenskt samfélag,“ segir Hilmar ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga