fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Enginn ákærður fyrir alvarlegt sóttvarnabrot fram að þessu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar blossaði upp hefur enginn verið ákærður fyrir alvarlegt sóttvarnabrot. Samkvæmt því sem segir í 175. grein almennra hegningarlaga getur það varðað allt að þriggja ára fangelsi að valda hættu á að „næmur sjúkdómur komi upp eða berist út meðal manna, með því að brjóta gegn lagafyrirmælum um varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda“. Hámarksrefsingin er sex ára fangelsi ef um er að ræða sjúkdóm sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefa eða afstýra að berist hingað til lands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn blaðsins komi fram að enginn hafi verið ákærður fyrir brot á þessu ákvæði hegningarlaganna síðan að heimsfaraldurinn skall á. 85 einstaklingar og 5 fyrirtæki hafa verið sektuð vegna brota á sóttvarnareglum frá upphafi faraldursins.

Samkvæmt lögum er skylt að gera ríkissaksóknara strax viðvart ef ákært er á grundvelli 175. greinar hegningarlaganna en það hefur ekki verið gert að sögn Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota á 175. grein hegningarlaga en lögreglustjórar fara með ákæruvald vegna brota á sóttvarnalögum.

Ríkissaksóknari hefur gefið út fyrirmæli um viðurlög við sóttvarnabrotum en í þeim segir meðal annars að upp geti komið brot sem séu þess eðlis að þau heyri undir ákvæði 175. greinar hegningarlaga og því skuli ákæra fyrir þau. „Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma,“ segir í fyrirmælunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka