fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fréttir

Sættir náðust ekki í fjölda mála gegn íslenska ríkinu hjá MDE

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 08:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru átján mál, sem byggja á sömu málsástæðum og Landsréttarmálið, gegn íslenska ríkinu til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). MDE setti málin í sérstakt sáttaferli fyrir áramót. Nú liggur fyrir að sættir hafa ekki náðst í 12 af þessum málum, hið minnsta, og verða nú kveðnir upp dómar í þeim á grunni dóms yfirdeildar MDE.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að MDE hafi sent ríkislögmanni og kærendum málanna erindi vegna sáttaferlisins. Í þeim kom fram að ef sættir myndu ekki nást færu málin til hefðbundinnar efnismeðferðar og dómsálagningar á grundvelli fyrirliggjandi dómafordæmis en þar er vísað til niðurstöðu yfirdeildar dómstólsins í Landsréttarmálinu í byrjun desember.

Upphaflega var veittur frestur til 16. mars til að ná sáttum. Um miðjan mars staðfesti ríkislögmaður við Fréttablaðið að óskað hefði verið eftir lengri fresti til að ná sáttum í sautján af málunum. Framlengdi fresturinn rennur út fyrir hádegi í dag.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem er í forsvari fyrir tólf af þeim sautján málum sem voru tekin til sáttameðferðar, staðfesti við Fréttablaðið að sáttaumleitunum sé lokið og hafi þær ekki borið árangur. Hann hafi gert MDE viðvart um það fyrir hönd umbjóðenda sinna. Hann vildi ekki gefa upp á hverju hafa strandað í sáttaumleitununum vegna skilyrðis um trúnað sem gildi um þær.

Öll málin eru sakamál sem dæmt var í af Landsrétti af einhverjum hinna fjögurra dómara sem voru ekki skipaðir í samræmi við lög þegar fyrst var skipað í réttinn haustið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“