fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Hver er nýi íslenski milljarðamæringurinn á lista Forbes? – Maðurinn með kragann og milljónirnar

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 08:00

Davíð Helgason. Mynd:Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar fréttir bárust af því að nýr Íslendingur væri kominn á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi – og það í miðjum faraldri. Listinn er gefinn út árlega en aðeins einstaklingar sem eiga auðæfi metin á að lágmarki eins milljarð Bandaríkjadala komast á lista.

Davíð Helgason (43) er maðurinn sem skellti sér í 2.674. sæti listans með auðæfi sem metin eru á sléttan milljarð dala eða 127 milljarða króna miðað við núverandi gengi. Það vakti einnig mikla athygli þegar Davíð keypti dýrasta einbýlishús Íslands árið 2020. Húsið, sem stendur við Hrólfsskálavör, kostaði hann rúmar 500 milljónir króna en hann keypti það af Arion Banka sen húsið var áður í eigu Skúla Mogensen.

Hver er Davíð „milljarður“ Helgason ?

Davíð er einn stofnenda tæknifyrirtækisins Unity sem sérhæfir sig í framleiðslu á hugbúnað sem notaður er til tölvuleikjagerðar. Fyrirtækið stofnaði hann í kjallaraíbúð í Kaupmannahöfn árið 2004 ásamt tveimur félögum sínum. Upphaflega ætluðu þeir sér aðeins að forrita tölvuleiki en áður en þeir komu því í verk þurftu þeir að forrita verkfæri til að geta búið tölvuleikinn til. Þegar verkfærin voru tilbúin uppgötvuðu þeir að þau voru bara frekar góð. Líklegast betri en það sem til var áður. „Við vorum farnir að hafa minni áhuga á því að gera leikina og áhuginn fyrir tækninni jókst,“ sagði Davíð í viðtali við Fréttatímann árið 2014.

Leiðin úr kjallaranum hefur þó ekki verið auðveld og tók það mörg ár fyrir Davíð og félaga að byggja Unity upp. Heppnin var með þeim á mikilvægum tímapunktum en fyrst og fremst lögðu þeir gífurlega vinnu í verkefnið og höfðu trú á sjálfum sér.

Úr frægum systkinahóp

Foreldrar Davíðs eru þau Sigrún Davíðsdóttir blaðakona og rithöfundur og dr. Helgi Guðmundsson, prófessor í íslenskum fræðum. Þau Sigrún og Helgi eiga auk Davíðs synina Ingvar og Ara Helgasyni. Ingvar stofnaði fatalínuna Ostwald Helgason ásamt eiginkonu sinni og Ari er þekktur fjárfestir. Helgi, faðir Davíðs, á þó fleiri börn, þar á meðal eru Egill Helgason, fjölmiðlamaður, og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Davíð er fæddur árið 1977 í Reykjavík en flutti til Danmerkur 10 ára gamall ásamt móður sinni þar sem hún starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Davíð gekk þar í grunn- og framhaldsskóla og reyndi fyrir sér í hinum ýmsu háskólagreinum, til dæmis eðlisfræði og sálfræði. Það var þó forritunin sem átti hug hans allan en hann hafði stundað hana síðan hann var ungur strákur. Hann ætlaði sér upprunalega að verða fræðimaður eins og margir fjölskyldumeðlimir hans en viðskiptin drógu hann til sín.

Davíð Helgason. Mynd: Youtube

Starfaði á kaffihúsi til að geta borgað leigu

Fyrsta alvöru útgáfa Unity kom út árið 2005. Hugbúnaðurinn var ekki mjög öflugur en hann var mjög auðveldur í notkun og gat hver sem er farið að búa til sinn eigin tölvuleik. Stóri vendipunktur Unity var þegar Apple gaf út Appstore fyrir iPhone-símana. Unity var fyrst allra tölvuleikjahugbúnaðarfyrirtækja á markaðinn og voru einir þar fyrstu árin. Davíð og félagar voru búnir að sjá snjallsímavæðinguna fyrir og stukku á vagninn. Það var þá sem þá fór að vanta alvöru fjárfesta með sér í lið ef þeir ætluðu að halda áfram að vaxa.
Eftir fjölda neitana frá fjárfestum, fjárfesti Sequioa Capital í Unity árið 2009 og þá flutti Davíð í Kísildalinn í San Fransisco. Fyrirtækið réði til sín meira af starfsfólki og þeir stækkuðu gífurlega. Þetta var stuttu eftir Hrunið og mikill áhugi var fyrir tæknifyrirtækjum á þeim tíma.

Unity hélt áfram að stækka eftir komuna í Kísildalinn og starfaði Davíð sem forstjóri þess, allt til ársins 2014 þegar hann ákvað að taka sér frekar sæti í stjórn fyrirtækisins og stíga frá daglegum rekstri. Hann situr enn í stjórn fyrirtækisins og auk þess sem hann aðstoðar sprotafyrirtæki í svipaðri stöðu og Unity var í byrjun lífdaga.

Hvað gerir hann svona ríkan?

Það eru ekki laun Davíðs sem gera hann svona ríkan heldur er það hlutur hans í Unity. Fyrirtækið var skráð á markað í kauphöllinni í New York í september á síðasta ári og var þá útboðsgengið 52 dalir á hvern hlut. Í dag er gengið 101 dalur en Davíð á 10,4 milljónir hluta í fyrirtækinu. Það samsvarar fjögurra prósenta hlut. Hæst hefur gengið farið í 172 dali og var Davíð þá virði 227 milljarða króna.  Vegna þessara viðskipta var Davíð í öðru sæti í vali á manni ársins í íslensku viðskiptalífi í fyrra að mati dómnefndar Markaðarins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair var í fyrsta sæti.

Í dag býr Davíð enn í San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Mie Hørlyck Mogensen, sem er dönsk listakona. Saman eiga þau tvö börn, dótturina Korku sem er níu ára og soninn Jóhannes, fimm ára. Ásamt því að aðstoða sprotafyrirtæki þá vinnur hann náið með bróður sínum, Ara, sem er að sögn Davíðs besti fjárfestir Evrópu. Það er ljóst að Davíð er hæfileikaríkur maður sem er með mörg járn í eldinum, kragann upp og einbeittan vilja.

Davíð er með mjög einkennandi fatastíl – kraginn upp! Mynd: Pocketgamer
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“