fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Segir líklegt að leiðtogafundur Biden og Pútín verði í Reykjavík í sumar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 07:58

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður eiga sér nú stað á milli Bandaríkjanna og Rússlands um leiðtogafund ríkjanna í sumar en Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræddi við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, símleiðis á þriðjudaginn og bauðst til að funda með honum utan Bandaríkjanna og Rússlands í sumar. Yfirmaður ráðgjafarstofnunar Rússlands í málefnum Bandaríkjanna segir líklegt að leiðtogafundurinn verði í Reykjavík.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að viðræður standi nú yfir um fundinn en ef af honum verður mun helsta málið verða ástandið í austurhluta Úkraínu en þar hafa átök færst í aukana að undanförnu. Auk þess hafa Rússar stefnt tugum þúsunda hermanna að úkraínsku landamærunum og óttast margir að þeir hyggi á innrás í Úkraínu á næstunni.

Fréttablaðið segir að í Pravda, Ria Novosti og fleiri rússneskum miðlum sé vitnað í Sergei Rogov, yfirmann ISKRAN sem er ráðgjafarstofnun Rússlands í málefnum Bandaríkjanna og Kanada. Hlutverk ISKRAN er meðal annars að skipuleggja ráðstefnur og fundi. Ria Novosti hefur eftir Rogov að Reykjavík hafi sögulega merkingu og vísaði þar til leiðtogafundarins í Höfða 1986. „Á fundinum urðu þáttaskil í kalda stríðinu og spennan minnkaði. Á fundinum gætu Pútín og Biden samþykkt ályktanir Gorbasjovs og Reagans um að það verði ekkert kjarnorkustríð og að það séu engir sigurvegarar í slíku stríði,“ er haft eftir honum.

En Ísland er ekki eitt um hitunina því Finnar, Tékkar og Austurríkismenn hafa lýst yfir áhuga á að halda leiðtogafundinn ef af honum verður.

Fréttablaðið hefur eftir Sveini Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að engin ósk hafi borist um að halda leiðtogafundinn hér á landi en ef hún berist verði hún tekin til jákvæðrar skoðunar. Hann minnti á að svipaður orðrómur hafi verið uppi þegar Pútín fundaði með Donald Trump í fyrsta sinn en sá fundur fór fram í Helsinki í júlí 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“