Morgunblaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið þetta eftir heimildarmanni innan stjórnkerfisins en sá hefur séð samninginn og væntir þess að samskonar ákvæði sé í samningnum við bóluefnaframleiðandann Janssen.
Nú er einungis heimilt að nota bóluefni AstraZeneca fyrir 70 ára og eldri hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur þó sagt að útlit sé fyrir að 65 ára og eldri verði einnig bólusettir með efninu. Danir tilkynntu í gær að þeir séu hættir notkun bóluefnis AstraZeneca vegna tegnsla þess við sjaldgæfa en mjög alvarlega blóðtappa.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort takmarkanir verði settar á notkun bóluefnis Janssen en 2.400 skammtar af því komu hingað til lands í gær.