fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ómar er grunaður um barnaníð á Spáni – Braut gegn fjórum drengjum í Eyjum – „Þessir drengir fengu lífstíðardóm“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski karlmaðurinn sem var handtekinn á Spáni í vikunni, grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum er Ómar Traustason fæddur 1961. Ómar var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum í Vestmannaeyjum árið 1994. Hann var jafnframt ákærður fyrir brot gegn öðrum dreng árið 2012 og var sakfelldur í héraði en sýknaður í Hæstarétti.

Ómar var handtekinn á Spáni í vikunni og situr nú í varðhaldi fram að réttarhöldum. Lögreglufulltrúi La Guardia Civil sagði í samtali við mbl.is að sönnunargögnun gegn Ómari séu sterk. Handtakann var liður í umfangsmikilli aðgerð lögregu sem beint var að barnaníðingum.

Hann er grunaður um brot gegn átta börnum sem hann hafði beitt tælingu til að fá til lags við sig. Upp um brotin mun hafa komist eftir kvartanir frá fjölskyldum og aðstandendum meintra þolenda. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mun barnaklám hafa fundist á síma og á fartölvu Ómars og er hann sagður hafa notast við sömu aðferðafræði í öllum málunum. Hann nálgaðist börnin, fékk þau til að treysta sér og bauð þeim svo greiðslu gegn því að fá að brjóta á þeim.

Árið 1994 var Ómar dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengum í Vestmannaeyjum. Brotin voru framin á tímabilinu mars 1990 til janúar 1992. Frá þessu greinir Fréttablaðið. 

Aftur var hann ákærður fyrir barnaníð árið 2013 en þar var hann sakaður um ítrekuð brot gegn karlmanni er hann var á unglingsaldri. Töluverður tími var liðinn frá meintum brotum þegar þau voru kærð en brotin áttu sér stað 2001.

Var hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Niðurstöðu Héraðsdóms var þó snúið við í Hæstarétti en rökin fyrir sýknu voru þau að þrátt fyrir trúverugðan framburðs meints þolanda þá væri enginn frekari sönnunargögn til að styðja við frásögnina.  Taldi meirihluti dómara að þrátt fyrir að Ómar hafi áður verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum þá hefði það ekki sönnunargildi í þessu tiltekna máli.

Einn þolenda Ómars, Aron, var bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum árið 2013, en samkvæmt móður hans jafnaði hann sig aldrei eftir misnotkunina. Hún steig fram í einlægu viðtali við DV til að vekja athygli á stöðu margra þolenda kynferðisofbeldis og hversu alvarlegar og lífshættulegar afleiðingarnar geta verið.  Aron var jarðsettur nokkrum dögum áður en Ómar var sýknaður í Hæstarétt.

Móðir Arons sagði það svartan blett á íslensku réttarkerfi að Ómar haf sloppið með aðeins 10 mánaða dóm fyrir brot gegn fjórum ungum drengjum.

„Ómar fær 10 mánaða dóm fyrir barnaníð, það er svartur blettur á íslensku réttarkerfi, þessir drengir á sínum tíma, fengu lífstíðardóm og sonur minn í reynd dauðadóm,“ sagði Helga í viðtali við DV í október 2013. Aron hafi verið lífsglaður drengur og góður námsmaður allt þar til Ómar braut gegn honum. „Við fengu hann aldrei til baka.“

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“