fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Páll segir framvindu eldgossins í Fagradalsfjalli verða sífellt flóknari

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 10:00

Frá gossvæðinu í Geldingadal. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að framvinda eldgossins í Fagradalsfjalli verði sífellt flóknari. Hann segir að sprungurnar sem gýs á núna hafi eiginlega myndast samfara fyrsta gosinu og séu að hluta til á gömlum misgengjum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að mælingar á hraunmassanum muni leiða í ljós hversu mikið kemur upp af kviku. Nýjustu mælingar bendi til að kvikuframleiðslan hafi verið nokkuð stöðug frá upphafi en tilkoma nýju sprungnanna hafi væntanlega dregið úr kvikuflæði í syðsta og elsta eldvarpinu í Geldingadölum.

Hann sagði yfirstandandi atburðarás á Reykjanesskaga verða sífellt merkilegri eftir því sem tímanum vindur fram og eigi vísindamenn fullt í fangi að fylgjast með henni. „Ég held að enginn reyni lengur að spá fyrir um hvað kann að gerast,“ sagði Páll.

Hann sagði að framvinda eldgosa virðist oft vera tilviljanakennd og það geti farið svo að gosið í Fagradalsfjalli standi lengi yfir eða endi mjög snögglega. Dæmi séu um slíkt allt í kring, þar hafi bæði verð langvarandi og hægfara eldgos sem hafi staðið mjög lengi og lítil sprungugos eins og gosið í Fagradalsfjalli sé enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt