fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Aukið hraunrennsli á gosstöðvunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 09:00

Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að ný gosspruna opnaðist nærri gosstöðinni í Geldingadölum í gær jókst hraunrennslið og var í gær um 10 rúmmetrar á sekúndu en var áður sjö rúmmetrar á sekúndu. Til að reikna út meðalhraunrennslið er hraunið kortlagt og rúmmál þess á hverjum tíma reiknað út.

Þetta kemur fram á vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Fréttablaðið hefur eftir Þorvaldi Þórðarsyni, jarðvísindamanni hjá Jarðvísindastofnun, að nýja sprungan sé viðbót við gosið. „Það er magnað hraunflæði þarna. Þetta er viðbót á öllu. Það er stöðugt og byrjaði eiginlega nákvæmlega eins og hitt. Kemur upp með engum látum og hraunkvikan flæddi með stöðugu rennsli. Þetta rennsli heldur sér,“ er haft eftir honum.

Hraunið úr nýju sprungunni rennur niður í Meradali en þar hægist á framrás þess en miðað við hversu jafn þrýstingur er á gosinu er líklegt að töluvert mikið hraun muni renna niður í Meradali á næstu dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum.

Á vef Jarðvísindastofnunar kemur fram að í samanburði við önnur gos sé hraunrennslið lítið en það sé mjög stöðugt. Það er sagt vera um einn þriðji þess var  fyrstu 10 dagana á Fimmvörðuhálsi 2010 en það var lítið gos. Rennslið er um 2% af því sem var í Holuhrauni á fyrstu vikum gossins þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“