fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskir sóðar og dönsk snyrtimenni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um einum og hálfum áratug skellti Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sér í á tónleika með ensku stórsveitinni Procol Harum í Danmörku. Þeir fóru fram á miðju Sjálandi, suðvestur af Hróarskeldu.

Sigmundur skýrir frá þessu í grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Íslenskur sóðaskapur“. Hann rifjar upp að tónleikagestir hafi streymt á svæðið og að hann minnist sérstaklega heilu fjölskyldnanna sem komu með sólstóla og semfelluborð eða tágakörfur sem voru barmafullar af bjórdósum og ákavítisflöskum. Með í för hafi einnig verið smurbrauðsbaukar og kavíarkrukkur. „Danskara gat það ekki verið. Og liðið var ligglad,“ segir Sigmundur.

Hann segir að um tuttugu þúsund manns hafi verið á tónleikunum og hafi fólk skemmt sér vel. „Ógleymanleg stund. Yndislega dönsk. Afslöppuð. En ekki var augnablikið ómerkilegra þegar ég leit um öxl, að afloknum tónleikunum og horfði yfir dalskvompuna eftir að mannskapurinn var farinn að tygja sig heim á leið. Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum. Það sá ekki á svæðinu. Hver einasti gestur hafði tekið til eftir sig. Það sást ekki sérvíetta á fjúki, hvað þá gleymdar glerflöskur, eða matur sem misst hafði marks. Hvammurinn var alveg eins og að honum var komið,“ segir hann.

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Ernir

 

 

 

 

 

 

Hann segist síðan nefna þetta því ekki hafi liðið margir sólarhringar frá því að eldgos hófst í Geldingadölum þar til bjórdósir og bréfmiðar hafi byrjað að safnast fyrir í hraunjaðrinum, innan um sælgætispoka og salernispappír og annað óþrifnað. „Eyjarskeggjarnir, sem einatt telja sig á pari við prýðilegustu stórþjóðir á yfirborði jarðar, eigruðu sum sé inn í eldspúandi dalina með drykki sína og drjúgan kost, þess fullvissir sem fyrr að óbyggðirnar taki lengi við, líkt og hafið allt í kringum þá hefur gert um aldir. Og svo makalaus er þessi mannskapur allur, að minnsta kosti hluti hans, að hann á auðveldara með að fara með fullar dósir á fjöll en tómar til baka,“ segir hann og bætir við að sóðaskapur sé almennur hér á landi.

Sigmundur segir að þessi sóðaskapur taki á sig undarlegar myndir. Algengasta myndin séu tyggjóklessur á gangstéttum. Ef fólk geti slitið augun af þeim blasi veggjakrot við. „Það er sama hvert litið er. Víðast hvar á gatnamótum getur að líta óhroðann allan af rusli og ranimoski, svo sem sígarettustubba og samlokubréf, svo og drykkjarfernur og dósir undir munntóbak. Allt þetta af hrak liggur eins og hráviði út um umferðareyjar og undir vegriðum. Og ekki er við götusóparana að sakast sem hafa ekki undan að moka þessu mannanna mori upp á pall og aka á burt. Ætli þetta stafi af hugsunarleysi? Stutta svarið er nei. Lengra svarið er skortur á umhyggjusemi fyrir öllu því sem er í kringum okkur, altso umhverfinu, inn til bæja og upp um fjöll. Eða hvað getur maður annað sagt eftir að hafa horft á ökumanninn í bílnum fyrir framan sig stöðva tilhlýðilega við rauða ljósið á gatnamótunum, opna bílstjórahurðina hálfvegis upp gátt og sturta úr öskubakka bílsins á bera götuna fyrir neðan. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á Íslandi er þetta ekki óalgeng sjón. Af því að gatan er gólfsóp. Það tekur þetta einhver annar upp,” segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“