Góðgerðarfélagið Það er von, sem styður við fíkla á leið til bata, óskar eftir Vonarliðum. Vonarliðar eru bakhjarlar sem styðja við starfsemi samtakanna.
Á Facebook-síðu Það er von segir:
„Það er von var stofnað árið 2019 af Hlyni Kristni Rúnarssyni ásamt Rögnu móður hans og öðrum hugsjónaraðilum. Þessir einstaklingar höfðu áhuga á að beita sér fyrir bættri umræðu um fólk sem glímir við fíkn og hétu því að vinna markvisst gegn fordómum og skömm. Fylgjendur telja hátt í 20.000 á samfélagsmiðlum sem félagið haldur úti og má segja að forsvarsmenn hafi komið með einlægni og áhrifaríkar færslur sem og fræðslu um hugarástand þeirra sem glíma við fíkn.
Stofnendur Það er von settu sér það markmið að opna áfangaheimili, hófu söfnun en Covid setti strik í flest öll áform, eins og hjá öðrum. Stjórnendur hefur því haldið því sem safnaðist vel að sér og verið skynsöm. Seinni hluta árs 2020 var tekin inn ný stjórn ásamt framkvæmdastýru, Tinnu Guðrúnu Barkardóttur.
Snemma á árinu 2021 tóku félagið á leigu skrifstofu þar sem þau taka á móti fólki endurgrjaldslaust sem vill fá aðstoð frá Tinnu, fikniráðgjafa eða Hlyni, stofnanda félagsins.
Nú nýverið tóku þau uppá að bjóða fólki að gerast Vonarliðar.
Vonarliðar fá greiðslukröfu mánaðarlega og verða burðarstólpar þess að áfangaheimilið Annað Tækifæri verði að veruleika á árinu 2021.“
https://www.facebook.com/thadervon/posts/495438138486876