fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Segir lögreglu hafa farið inn á háskalega braut í Rauðagerðismálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 11:00

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Stefásson, hæstaréttarlögmaður, segir að lögreglan hafi farið inn á háskalegar braut er hún krafðist þess að verjandi eins grunaðs manns í Rauðagerðismorðmálinu yrði tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu.

Steinbergur Finnbogason var lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, eina Íslendingsins sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en Anton er núna í farbanni. Krafa lögreglunnar um  að Steinbergur yfir yfirheyrður var samþykkt í bæði Héraðsdómi og Landsrétti. Leiddi þetta til þess að Steinbergur var settur af sem verjandi Antons.

Lögreglan krafðist þess að Steinbergur bæri vitni á grundvelli þess að hann hefði vitneskju um málið sem hann hefði fengið áður en hann varð lögmaður Antons í málinu.

Arnar var hins vegar lögmaður Steinbergs í afsetningarmálinu. Hann fer yfir málið í grein í Morgunblaðinu í dag og gerir þar grein fyrir mikilvægu hlutverki verjenda sakborninga. Hann segir:

„Allir, þ.m.t. hinir ótíndustu krimmar og ómenni, eiga rétt á vörn í sakamáli. Hefur það verið talið einn af grunnþáttum þess að réttarhöld geti talist sanngjörn. Þannig gættu Ísraelsmenn þess, og lögðu áherslu á, þegar þeir réttuðu yfir nasistanum Adolf Eichmann í löngum og ítarlegum réttarhöldum í Jerúsalem 1961 að honum væri liðsinnt af verjanda sem hann valdi sér sjálfur. Eichmann valdi þýskan lögmann, Robert nokkurn Servatius. Ísraelsmenn hefðu getað afgreitt Eichmann með mun snaggaralegri hætti en þeir gerðu og þótt verulega hafi verið á brattann að sækja fyrir Eichmann í réttarhöldunum naut hann a.m.k. liðsinnis verjanda. Þá er þekkt að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var með verjanda í réttarhöldunum yfir honum á sínum tíma.“

Arnar segir mikilvægt að verjandi verði ekki samsamaður með sakborningi eða brotum hans þó að hann taki að sér að gæta hagsmuna sakbornings og draga fram það sem gæti orðið honum til varnar. Þá segir hann brýnt að verjandi geti ávallt gætt trúnaðar um það sem fer á milli hans og sakborningsins. Því sé afar vafasamt að lögregla setji verjanda af nema að fyrir því séu brýnar ástæður. Síðan segir hann:

„Nýverið fékk lögregla verjanda settan af í alvarlegu morðmáli sem er til rannsóknar hérlendis. Var krafan á því reist að verjandinn væri vitni í málinu en ekki á öðrum grundvelli. Þannig var því ekki haldið fram af lögreglu að hann hefði brotið af sér í starfi. Um mánuður er liðinn frá því lögregla vildi gera verjandann að vitni og fékk hann settan af á þeim grundvelli, og það þrátt fyrir þá þagnarskyldu sem á honum hvílir. Skýrslutaka yfir verjandanum mun hins vegar enn ekki hafa farið fram.“

Arnar segir að þarna hafi lögreglan farið inn á háskalega braut enda sé staða verjandans og trúnaðarskylda hans afar mikilvægir þættir í réttarríkinu. Í lok greinarinnar segir hann:

„Ljóst er að dómi þess sem þetta ritar, og sem gætti hagsmuna umrædds verjanda í afsetningarmálinu, að lögregla er hér komin inn á háskalega braut, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, vegna stöðu og mikilvægis verjenda í réttarríkinu sem og þeirrar þagnarskyldu sem á þeim hvílir. Of víðtækar heimildir lögreglu í þessa veru vega að grunnþáttum réttarskipunarinnar og því jafnvægi sem verður að vera milli sóknar og varnar í sakamálum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng