fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fjölskylda látins listamanns ósátt við skrif listfræðings – Segja hann hafa sakað sig um blekkingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 13:00

Georg Guðni Hauksson, myndlistamaður. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn vinsæli og virti listmálari Georg Guðni hefði orðið sextugur á þessu ári en hann lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Í tilefni af tímamótunum stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna í Listasafni Íslands.

Skrif Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings um sýninguna sem birtust í Fréttablaðinu þann 18. mars síðastliðinn hafa valdið töluverðu fjaðrafoki. Aðalsteinn heldur því fram að tveir þriðju hluti af verkunum á sýningunni séu ófullgerð verk. Einnig gefur hann í skyn að sýningin sé óþörf þar sem verkum Georgs Guðna hafi þegar verið gerð góð skil.

Gengur Aðalsteinn svo langt að halda því fram að sýningin sé fimbulfamb:

„Nema hvað forsendur þessarar sýningar og skýringarnar sem fylgja henni eru býsna nálægt því að vera hreint og klárt fimbulfamb. Hér er hvergi nefnt einu orði það sem
blasir við hverjum þeim sem fylgdist með verkum og verklagi Georgs Guðna hér á árum áður, nefnilega að stór hluti sýningarinnar, sennilega tveir þriðju, er verk sem ekki eru til lykta leidd, sem sagt ókláruð. Þar á meðal eru sennilega öll verk frá dánarári listamannsins, 2011, og eldri myndraðir með stökum fjöllum í nágrenninu, sem eru klárlega á frumstigi þeirrar vinnslu sem listamaðurinn hafði tamið sér.“

Ættingjar listamannsins stíga fram í Fréttablaðinu í dag og andmæla þessum skrifum listfræðingsins kröftuglega. Segja þau að mikill meirihluti verkanna séu fullkláruð:

„Aðalsteini til hugarhægðar er rétt að taka það fram að meirihluti verkanna á sýningunni er merktur. Nokkur ómerktu verkanna hafði Georg Guðni sýnt sjálfur opinberlega og það hefði hann ekki gert með það sem hann taldi „ófullgert.“ Örfá verk á sýningunni, færri en telja má á fingrum annarrar handar, eru þannig að þau kunna að vera á
mörkum þess að vera fullgerð. En það er eðlilegt þegar síðustu verk listamanns eru sýnd og í því felst engin blekking.“

Ættingjarnir segja að í skrifum sínum hafi Aðalsteinn sakað sýningarstjórann Einar Garibaldi og þau sjálf um blekkingar:

„Þá mætti Aðalsteinn hafa í huga að ásakanir um blekkingarleik beinast ekki einvörðungu að Listasafni Íslands og listmálara sem dirfist að taka að sér sýningarstjórn heldur einnig okkur, fjölskyldu Georgs Guðna. Fyrir okkur vakti það eitt að leyfa fólki að njóta listar hans og alls ekki að blekkja neinn, enda var enginn blekktur – nema kannski listfræðingurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn