Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún sagði að meira bóluefni berist ekki fyrr en eftir páska, á þriðjudag og það sé frá Pfizer, AstraZeneca og Moderna.
Bólusetning við kórónuveirunni er skilgreind sem heilbrigðisþjónusta og er því undanþegin sóttvarnareglugerðum. Ragnheiður sagði að samt sem áður sé reynt til hins ýtrasta að fara eftir öllum reglum og sagðist ekki telja að bólusetning fari úr skorðum vegna hertra takmarkana.