fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Vandræðaleigjandi Valgeirs á meðal þeirra sem grunaðir eru um sprengingar í Ólafsfjarðargöngum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í gær að heimagerð sprengja hefði verið sprengd í Ólafsfjarðargöngum. Tjón af völdum sprengingarinnar er talið nema milljónum króna og orsakaði hún meðal annars ljósleysi í Ólafsfjarðargöngum. Málið er litið alvarlegum augum.

Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga hennar við framkvæmdir á húsleitum á Ólafsfirði á miðvikudag. Fjórir voru handteknir vegna málsins bæði í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Þaulsetinn leigjandi meðal grunaðra

Einn af þeim fjórum sem voru handteknir vegna málsins í gær hefur áður komið við sögu í fréttum DV. Þá sögðum við frá því að Valgeir Hannesson, íbúðareigandi á Ólafsfirði sem leigir út íbúð sína, losnar ekki við erfiðan leigjanda úr íbúðinni, en hann telur hana óíbúðarhæfa og heilsuspillandi eftir bruna á efri hæðinni.

Sjá einnig: Losnar ekki við mann út úr ónýtu leiguhúsnæði eftir húsbruna

Húsið er við Kirkjuveg á Ólafsfirði og þann 18. janúar síðastliðinn varð eldsvoði á neðri hæð hússins, en leigjandi Valgeirs býr á hæðinni fyrir ofan.

Lögregla rannsakar þann bruna sem íkveikju. Vefur Mannlífs greindi frá því (og birti myndband frá vettvangi) að íbúi á efri hæðinni hefði látið mjög ófriðlega er slökkvilið kom á vettvang og hefði truflað slökkviliðið við störf sín. Fullyrti maðurinn að um íkveikju hefði verið að ræða og nágranninn hefði ætlað að ráða hann af dögum.

Er lögregluþjónn sagði manninum að slappa af öskraði maðurinn: „Slappa af. Myndir þú slappa af ef það væri reynt að brenna þig inni. Ef einhver væri að kveikja í þér. Ertu hálfviti?“

Þessi sami maður er leigjandinn sem hér um ræðir.

Maðurinn stendur ekki í skilum með leigu og hefur að sögn Valgeirs rústað einhverjum öðrum íbúðum í bænum en hann fékk leigt hjá Valgeiri í gegnum félagsmáladeild Fjallabyggðar. Valgeir er ósáttur við að félagsmáladeildin hafi ekki viljað liðsinna honum í því að losna við manninn úr húsnæðinu, en hún falaðist upphaflega eftir leigunni hjá Valgeiri fyrir hönd skjólstæðings síns. Í frétt DV 9. mars sagði:

„Síðan kom í ljós að þessi einstaklingur sem þau báðu okkur um að gera leigusamning hefur rústað fjórum íbúðum á vegum bæjarins. Ég vissi ekki að þessi maður væri kexruglaður en í 99 prósent tilvika er ekkert vesen á skjólstæðingum úr félagslega kerfinu,“ segir Valgeir. Enn verra þykir honum þó að félagsmáladeildin vill ekki aðstoða hann við að rifta leigusamningnum og koma manninum út:

„Núna er húsið hálfbrunnið og ég þarf að fara í útburðarmál gegn manninum til að koma honum út, ég þarf að vesenast í þessu sjálfur og þau vilja ekkert skipta sér af þessu. Það er líklega búið að brenna asbest á neðri hæðinni og það er komið vottorð frá heilbrigðisfulltrúa þess efnis að íbúðin sé óíbúðarhæf. Mér finnst þetta undarleg hegðun hjá bæjarfélaginu að vilja ekkert skipta sér af þessu. Mér finnst líka að allan tímann hafi þau ekki viljað hafa neitt skriflegt, ég hef sent tölvupóst eftir tölvupóst og þegar þau svara þá er það alltaf símleiðis.“

„Maðurinn á heima á stofnun“

DV ræddi stuttlega við Valgeir í dag og segir hann að þetta atvik undirstriki að umræddur maður eigi heima á stofnun en ekki í leiguhúsnæði. Hann sagði að handtaka mannsins breytti engu um stöðuna varðandi útburðinn enda hafi manninum verið sleppt eftir yfirheyrslu í gær. „Ekki nema hann sprengi bara húsið mitt,“ segir hann og hlær.

„Ég er bara í útburðarmáli við hann,“ segir Valgeir og hefur málið staðið í um tvær vikur en tekur um tvo mánuði. Maðurinn hefur ekki greitt leigu en mestar áhyggjur hefur Valgeir af ástandi íbúðar hans sem hann þarf að komast í að lagfæra.

„Þetta er stórundarlegt mál,“ segir Valgeir og undrast að félagsmáladeild hafi falast eftir leigu hjá honum fyrir manninn og ekki greint honum frá ástandi hans og forsögu. Flestir skjólstæðingar félagsmálayfirvalda séu ekki til vandræða á leigumarkaði.

„Mér þykja öll viðbrögð bæjarins í þessu máli vera mjög undarleg,“ segir Valgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“