fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Sjáðu hvað þú þarft að hafa með þér í gosgönguna – Pissutrekt og göngustafir á tossalista Fjallakofans

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. mars 2021 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi almennings á því að skoða gosstöðvarnar hafa ekki farið fram hjá nokkrum manni og má segja að æði hafi runnið á landsmenn. Þúsundir hafa nú lagt leið sína þangað og er ekki að sjá neinn enda á æðinu.

Almannavarnir hafa síðan biðlað til fólks að fara ekki vanbúið inn á svæðið og lentu í töluvert miklum vandræðum með illa búið göngufólk á svæðinu í byrjun vikunnar. Ein björgunarsveit talaði meira að segja um að „allt hafi farið í skrúfuna.“

Björgunarsveitir unnu svo mikið þrekvirki þegar sjálfboðaliðar stikuðu örugga gönguleið frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvum. Sú leið er um 3,5 kílómetrar hvora leið og tekur gangan um 90 mínútur hvora leið. Því má gera ráð fyrir að ferðalagið geti verið um 4-5 klukkustundir ef gert er ráð fyrir góðu „stoppi“ við gosið sjálft.

DV tók Halldór Hreinsson, göngugarp og eiganda Fjallakofans tali og spurði hvað áhugasamir um ferð að gosstöðvum þurfa að hafa í huga.

„Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hlýða fyrirmælum yfirvalda,“ segir Halldór. „Sjálfur myndi ég fylgjast sérstaklega vel með vindaspám og fyrirmælum yfirvalda hvað varðar þessa gassöfnun sem getur orðið á svæðinu.“

Eru með tossalistann tilbúinn

„Síðan er það fatnaðurinn. Ef menn ætla að fara í þessa göngu er nauðsynlegt að vera vel búinn,“ útskýrir Halldór. „Veðrið er sveiflukennt og þú getur fengið allt á þig, hríð og sólskin.“

Halldór segir að gönguskór í svona úfnu hrauni og þurfa að vera grófir og að menn geti farið mjög illa á því að vera í strigaskóm. Háir gönguskór með góðum ökklastuðning séu bestir.

Halldór segir að lista yfir góðan útbúnað fyrir gosgönguna liggi á afgreiðsluborði Fjallakofans, en á honum má finna göngusokka úr ull, ullarnærföt, peysa úr ull eða flís, göngubuxur, húfu og vettlinga og úlpu.

„Svo eru það þessi smáatriði eins og höfuðljós. Menn eru að fara í björtu en svo teygist aðeins á ferðinni og þá er gott að hafa höfuðljósið með.“

Í bakpokanum, samkvæmt lista Fjallakofans á einmitt höfuðljósið að vera ásamt vatnsþéttum hlífðarfatnaði, sólgleraugum, hitabrúsa með heitu kakói eða súpu, flautu, hælsærisplástrum, hleðslubanka fyrir símann og nesti.

Pissutrekt Fjallakofans – Mynd/skjáskot

Göngustafir og pissutrektar

„Göngustafir eru til þess að vera stöðugri í göngunni og þú fer þá öruggari yfir og misstígur þig síður. Hraunið þarna er gróft og erfitt yfirferðar,“ segir Halldór. Hælsærisplástrar segir Halldór vera góða og bendir á að menn sem eru vel búnir geti orðið vinsælir í ferðum. „Ef þú getur gefið eitthvað af þér í ferðinni, hvort sem það er plástur eða súkkulaðihnetur, getur það vakið vinsældir,“ segir hann.

Að lokum bendir Halldór á svokallaða pissutrekt fyrir kvenkynið og segir Halldór hana gera stelpunum kleift að „kæla hraunið,“ ef svo má að orði komast, uppréttar. „Svona eins og strákarnir.“

Halldór segir starfsfólk Fjallakofans standa vaktina og veita áhugasömum ráðgjöf. „Við höfum orðið var við gríðarlega mikla aukningu í sölu göngufatnaðar síðustu daga og erum nú tilbúin með svona „gospakka.“ Með þeim getum við afgreitt fólk fljótlega með gönguskó, höfuðljós, og þetta helsta,“ segir Halldór að lokum.

Þá er vert að minnast á veðurspána fyrir gosstöðvarnar sem veðurvefurinn Blika gefur út. Hana má nálgast hér.Hana má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir