fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Leiðin að gosinu lokuð kl. 13

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 11:47

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg á vegarkafla á milli Krísuvíkurvegamóta og Hrauns frá klukkan 13:00 í dag.  Umferð sem á brýnt erindi á þessari leið verður hleypt um veginn. Gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum verður einnig lokað vegna veðurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum og segir að framundan sé mikið hvassviðri og stórhríð og ekkert útivistarveður á svæðinu.

Veðurspá frá Veðurstofu Íslands:

Austanáttin hefur mælst um 17 m/s við gosstöðvarnar í morgun, það er þurrt og frostið um 7 gráður. Í dag hvessir enn frekar, og undir kvöld er útlit fyrir austan 20-25 m/s og snjókomu og skafrenning með lélegu skyggni og minnkandi frosti. Sem sagt stórhríð og ekkert útivistarveður.  lægir seint í kvöld, og í nótt og fyrramálið verða austan 5-10 m/s og él á svæðinu, með hita nálægt frostmarki. Um og eftir hádegi á morgun lægir svo enn frekar og áttin verður breytileg.  Annað kvöld snýst svo í norðan 10-15 m/s og styttir upp og kólnar.   Áfram norðan 10-15 og þurrt á mánudag, en síðdegis snýst í minnkandi norðaustanátt. Vægt frost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng