fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Önundi er ofboðið – Dóttir hans var handtekin og sótt til saka

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 10:00

Samsett mynd - Önundur og lögreglubíll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og presturinn, Önundur S. Björnsson, fjallar um handtöku og málsókn gagnvart ungri dóttur sinni, Elínborgu Hörpu, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt pistli Önundar var 27 ára gömul dóttir hans handtekin fyrir brot gegn valdstjórn­inni á friðsamlegum mótmælum fyrir framan Dómkirkjuna, þar sem meðferð ríkisins á hælisleitendum var mótmælt.

Hún var hand­tekin allavega fjórum sinnum í mót­mælum sem skipu­lögð voru til stuðnings við flótta­fólk á Ís­landi. Umrædd mót­mæli fóru fram við Alþingishúsið, dóms­mála­ráðu­neytið, á Lækjar­torgi og við lög­reglu­stöðina á Hverfis­götu.

Í vikunni segist Önundur í fyrsta skipti hafa stigið fæti inn í héraðsdóm Reykjavík­ur vegna málsins. Hann segir að dóttir sín hafi átt að hafa veitt lögreglumanni lík­ams­tjón, en umræddur lögreglumaður handtók hana ásamt mörgum öðrum lögreglumönnum í umrætt skipti. Lýsing Önundar á handtökunni er óhugnanleg, hún hafi dregin úr hópi mótmælenda, til skiptis á hönd­um og fót­um, og síðan hafi sex lög­reglu­menn lagst ofan á hana af fullum þunga samtímis.

Önundur tekur þó fram að fyrir dómi hafi lögreglumaðurinn sem varð fyrir meintu líkamstjóni ekki munað hvort eymsli sín hefðu verið í hægri, eða vinstri fæti. Þá hafi hann ekki misst dag úr vinnu vegna þessa meinta líkamstjóns.

„Ég mætti í fyrsta skipti lífs míns í héraðsdóm Reykja­vík­ur hinn 23. mars síðastliðinn og ástæðan var sú, að dótt­ir mín, El­ín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir, var sótt til saka af op­in­beru ákæru­valdi fyr­ir meint brot gegn vald­stjórn­inni!

Ofan í kaupið átti dótt­ir mín, 27 ára göm­ul, grönn og hóg­vær, að hafa valdið lög­reglu­manni lík­ams­tjóni; lög­reglu­manni sem ásamt fjölda annarra lög­reglu­manna hand­tók hana við friðsam­leg mót­mæli á Aust­ur­velli. Kæru­efnið: „eymsli í sköfl­ungi“. Að vísu mundi lög­reglumaður­inn ekki í vitna­haldi á hvor­um fæt­in­um hann hafði eymsli, enda ekki skrýtið, þar sem hann missti ekki dag úr vinnu, að eig­in sögn. Þetta gerðist við friðsam­leg mót­mæli fram­an við Dóm­kirkj­una, hús friðar og sátta, þar sem dótt­ur minni var kippt út úr hópi mót­mæl­enda og dreg­in liggj­andi, til skipt­is á hönd­um og fót­um, þar sem síðan sex lög­reglu­menn lögðust af sam­an­lögðum þunga yfir hana og færðu í hand­járn.“

Sjálfur segist Önundur vera lýðræðiselskandi friðarins maður sem sé stoltur af dóttur sinni fyrir að berjast fyrir mannréttindum. Hann viðurkennir að lögregla hafi í mörg horn að líta, enda færist alvarlegir glæpir í samfélaginu í aukanna, sem verði til þess að þol fyrir mótmælendum minnki.

Hann segist þó ekki skilja hvers vegna yfirmenn lögreglu og ákæruvaldið sjái ástæðu til þess að lögsækja dóttur sína sem var handtekin á ofbeldisfullan hátt.

„Ég er friðar­ins maður og mér er annt um lýðræði og lýðrétt­indi. Ég á dótt­ur sem brenn­ur fyr­ir rétt­læti og rétt­indi fólks, al­menn mann­rétt­indi, ekki síst þeirra sem höll­um fæti standa; ól hana upp við þá mann­elsku. Þar á meðal hæl­is­leit­enda. Hún er virk í þeirri viðleitni sinni og fyr­ir það er ég þakk­lát­ur.

Það kann vel að vera að lög­reglu­menn hafi lítið þol gagn­vart slík­um ein­stak­ling­um, enda hafa þeir í ýmis horn að líta, þar sem al­var­leg­ir glæp­ir í sam­fé­lagi okk­ar hafa því miður farið vax­andi. Nú síðast of­beld­ismaður sem ógnað hef­ur blásak­lausri fjöl­skyldu og eng­um bönd­um verður á komið, að best verður séð.

En eitt er það, að hand­taka dótt­ur minn­ar hafi átt sér stað með lík­am­legu of­beldi, sem var al­gjör­lega ástæðulaust. Hitt er öllu verra, að yf­ir­menn lög­reglu og síðan ákæru­vald rík­is­ins hafi talið sér­staka ástæðu til að sækja mál á hend­ur dótt­ur minni og krefjast refs­ing­ar fyr­ir friðsam­leg mót­mæli, bar­áttu fyr­ir rétt­læti og frelsi. Mynd­skeið eru til af þess­um at­b­urðum sem taka af öll tví­mæli í þess­um efn­um.“

Önundur minnist þess að málarekstur sem þessi sé ansi dýr fyrir alla aðila og spyr hvort þetta sé það réttlæti sem umrædd valdstjórn sækist eftir.

„Gríðarleg­ur kostnaður hef­ur safn­ast upp við þenn­an und­ar­lega mála­rekst­ur á alla vegu; lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins, rík­is­sak­sókn­ara­embætt­is­ins og síðan fórn­ar­lambs­ins, dótt­ur minn­ar, sem þarf að kosta til lög­lærða aðila til að taka til varna gegn „vernd­ur­um frels­is“ í okk­ar litla sam­fé­lagi. Og ekki má gleyma sam­fé­lags­kostnaðinum sem fólg­inn er í tíma sak­sókn­ara og þeirra lög­reglu­manna sem mættu fyr­ir rétt­inn, svo fá­ein­ir séu nefnd­ir til leiks.

Er þetta það rétt­læti sem vald­stjórn­in, svo­kölluð, tel­ur í for­gangi til að tryggja ör­yggi borg­ara þessa lands?“

Önundur minnist þess ekki að þeir sem mótmæltu í mótmælunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi verið sóttir til saka, enda hafi ekki verið ástæða til. Nú aftur á móti séu skyndilega gerðar harðar kröfur á fólk sem sé stefnt fyrir fyr­ir dóm­stóla fyrir skoðanir sínar. Hann spyr hver staðan sé á réttlæti landsins þegar dóttir hans gæti verið dæmd sek fyrir að berjast fyrir réttlæti hælisleitenda og flóttafólks.

„En nú bregður svo við, að af­leiðing­ar friðsam­legra mót­mæla og hátt­vísra eru skyndi­lega þess eðlis, að gerðar eru harðar kröf­ur á fólk og því stefnt fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist pen­inga og jafn­vel fang­els­un­ar, vegna skoðana fólks og vilja til þess að rétt­lætið nái fram að ganga gagn­vart okk­ar minnstu bræðrum og systr­um; hæl­is­leit­end­um og fólki á flótta.

Ég spyr: Hvert er réttar­far okk­ar komið og hvert stefn­ir það, verði dótt­ir mín dæmd sek fyr­ir rétt­læt­is sak­ir?“

Að lokum segist honum ofbjóða ástandið, ekki bara vegna dóttur sinnar heldur vegna þess að valdi sé misbeitt gegn þeim veiku. Hann segist ekki vilja sjá slíkt samfélag og flestir Íslendingar séu honum sammála.

„Ég skrifa þessa grein vegna þess að mér ofbýður. Ekki bara vegna dótt­ur minn­ar held­ur vegna þess, að hér er verið að mis­beita valdi þess sterka gegn hinum veika. Þannig sam­fé­lag vil ég ekki sjá. Og ég er viss um að stór meiri­hluti Íslend­inga er mér sam­mála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir