Smitin hafa í för með sér að allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla er í úrvinnslusóttkví. Í dag kemur í ljós hversu margir, af þeim sem eru í úrvinnslusóttkví, þurfa að fara í almenna sóttkví. Þess utan þurfa nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla að vera í sóttkví þar til á laugardag og fara í seinni skimun að henni lokinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Fram kemur að unnið hafi verið að smitrakningu fram á nótt og sú vinna haldi áfram í dag.
Í tilkynningunni kemur fram að allar íþróttæfingar barna á grunnskólaaldri hjá Þrótti falli niður í dag. Frístundaheimilið verður lokað og félagsmiðstöðin einnig. Starf skólahljómsveitarinnar fellur einnig niður í dag.