fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Nýtt fjall gæti orðið til í Geldingadölum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 08:50

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikustreymið í eldgosinu í Geldingadölum er af svipaðri stærðargráðu og var að meðaltali í Surtsey þegar gaus þar. Ef gosið, sem er flæðigos, heldur áfram af sama krafti um langa hríð getur nýtt fjall orðið til.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi. Eins og fram hefur komið síðustu sólarhringa þá nær aðalfærslurás gossins niður á botn jarðskorpunnar og upp streymir mjög frumstæð kvika úr bráðnum möttli jarðarinnar. Ármann sagði þetta vera svipað berg og er í Fagradalsfjalli og í Þráinsskildi sem er dyngja.

Það sem einkennir dyngjur er að þær hafa bara eitt gosop. Meðal stórra dyngja hér á landi má nefna Þráinsskjöld, Hrútagjárdyngju og Sandfellshæð. Einnig eru nokkrar minni dyngjur á Reykjanesskaga, til dæmis Háleyjabunga, en þær gusu ekki jafn lengi og þær stóru. Morgunblaðið hefur eftir Ármanni að kvikan í Geldingadölum sé dæmigerð ólivín-þóleiít kvika en í henni er mikið af ólivínkristöllum og minnir þessi kvika meira á hraun stóru dyngjanna á Reykjanesskaga en hraunið úr þeim minni að sögn Ármanns en í þeim er meira pikrít.

Haft er eftir honum að Surtsey hefði orðið dyngja ef ekki hefði verið um neðansjávargos að ræða en kvikan tættist vegna sjávarins og eyjan byggðist hratt upp. Dyngjugos hafa ekki orðið hér á landi í um 3.500 ár að hans sögn en þá gaus Lambahraunsdyngja. „Gosið í Geldingadölum getur hætt fjótlega (sic) eða haldið áfram árum saman. Svona göt niður í möttul eru víða til í heiminum og þar eru eldfjöll sem hafa gosið mjög lengi. Það sullast kvika upp úr þessum götum og ef það heldur áfram í mörg ár þá hleður dyngjan sig upp hægt og rólega, hraunið nær að renna lengra og lengra og þarna verður til fjall,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð