fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Gagnrýni á bólusetningarstefnu stjórnvalda fer vaxandi – „Hver ætlar að axla ábyrgð á þessu?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 13:07

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýni á hæga bólusetningu gegn Covid-19 hérlendis eru farið vaxandi á ný undanfarið. Íslendingar hafa fylgt bólusetningaráætlun ESB en viðurkennt er að mjög hægt gangi hjá ESB að afla bóluefna. Bólusetning hefur gengið hraðar hjá sumum ríkjum utan sambandsins, til dæmis í Bandaríkunum, Bretlandi og Ísrael.

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, gerir þetta að umtalefni á Facebook, ásamt góðum árangri Bandaríkjamanna í bólusetningum. Stefán spyr hver ætli að axla ábyrgð á stöðunni:

„Stórkostlegur árangur er að nást í Bandaríkjunum þessa dagana í baráttunni við kórónuveiruna. Þar er bólusetningum að þakka. Sömu sögu má segja um stöðuna í Bretlandi sem þokast nú í rétta átt. Allt er nú í loft upp hér á landi vegna hættunnar á fjórðu bylgju faraldursins. Ef stjórnvöld hefðu staðið í lappirnar og tryggt bóluefni til landsins í stað þess að gerast taglhnýtingar ESB, væri staðan mun betri hér og samfélagið ekki allt á heljarþröm þótt eitt og eitt smit myndi greinast.

Hver ætlar að axla ábyrgð á þessu? Enginn. Heilbrigðisráðherra fær frítt spil eins og endranær og framganga hennar er orðinn svartur blettur á öllum ríkisstjórnarflokkunum sem bera ábyrgð á störfum hennar. Væri ekki ráð að kalla nú til verka einstakling í stól heilbrigðisráðherra sem gerir eitthvað annað en að þvælast fyrir, andskotast út í einkarekstur, hleypa krabbameinsrannsóknum í landinu í uppnám og telja kjark úr fólki.
Þegar niðurstaða fékkst í það að Pfizer myndi ekki taka að sér að bólusetja alla þjóðina á mettíma lýsti þessi ráðherra því yfir að niðurstaðan væri EKKI vonbrigði. Maður segir bara eins og gamli maðurinn: You can’t make this shit up.“
Sigurður Már Jónsson, pistlahöfundur á mbl.is, segir að Ísland sé hjáleiga ESB í bólusetningum og erfitt sé að gagnrýna aðgerðir stjórnvalda í þessum málaflokki því þær hafi verið engar. Sigurður segir í pistli sínum:
„Allar sjálfstæðar þjóðir reyna að gæta hagsmuna borgara sinna með því að verða sér út úr bóluefni, ýmist með samstarfssamningum eða eigin samningaviðræðum. Engin sjálfstæð þjóð getur leyft sér að sitja með hendur í skauti.“
Ljóst er þó að íslensk stjórnvöld hafa valið að fylgja til hins ítrasta bólusetningaráætlun ESB og ekki leita eigin leiða í þeim efnum. Þó hafa heyrst óljósar fregnir frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að Íslendingar eigi í óformlegum viðræðum við Rússa um kaup á bóluefninu Sputnik V. Algjörlega er hulið hvar þær umræður standa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð