fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

219 milljóna kröfur hafðar uppi í risagjaldþroti Concretum Iceland

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok Concretum Iceland ehf. voru auglýst í Lögbirtingablaðinu í morgun og námu lýstar kröfur í þrotabúið rúmum 219 milljónum króna. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í júní í fyrra og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður skipaður skiptastjóri. Aðeins fengust tæpar sjö milljónir upp í 219 milljónirnar. Forgangskröfur vegna launa reyndust um 40 milljónir og fóru milljónirnar sjö sem fundust í þrotabúinu upp í þær kröfur, eða um 17% af launakröfum.

Í samtali við DV sagði skiptastjóri þrotabúsins, Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður, að aðeins hafi verið tekin afstaða til launakrafna þar sem fyrirséð var að ekkert myndi fást upp í aðrar lýstar kröfur.

Samkvæmt upplýsingum Credit Info er eini eigandi félagsins Norðmaðurinn Kaare Nordbö. Á heimasíðu Norðmannsins segir að Kaare sé búsettur Póllandi þaðan sem hann stjórnar viðskiptaveldi sínu, Nordbo Enterprises. Segir þar að norska veldið í Póllandi veiti ráðgjöf í stjórnun og mannauðsmálum auk þess sem það sinni bókhalds og endurskoðunarstörfum. Samkvæmt stofngögnum hjá fyrirtækjaskrá Skattsins er skráður tilgangur félagsins Concretum Iceland ehf. bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.

Samkvæmt síðasta ársreikningi sem skilað var inn til Skattsins nam velta Concretum Iceland tæpum milljarði árið 2018 og rúmum 780 milljónum árið 2017. Samkvæmt sama ársreikningi námu eignir félagsins um 289 milljónum árið 2018 og skuldir þess 265 milljónir. Mikill meirihluti útgjalda félagsins voru laun, eða um hálfur milljarður. Hagnaður beggja ára var á milli 10 og 20 milljónir og því lítill sem enginn tekjuskattur greiddur af milljarða veltu fyrirtækisins, eða rétt rúmar tvær milljónir.

Kaare er þá skráður eigandi nokkurra annarra fyrirtækja hér á landi. Á meðal eigna hans hér er helmingshlutur í fyrirtækinu Arctic B&C Iceland ehf. og 100% eignarhlutur í félaginu Nordbo Enterprises. Nordbo Enterprises var meðal þeirra sem töpuðu stórfé á gjaldþroti VHE um árið, en kröfur félagsins í þrotabúið námu rúmri 51 milljón.

Gera má ráð fyrir því að afgangur ógreiddra launa, um 33 milljónir, muni falla á Ábyrgðarsjóð launa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti