fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Mygla í leikkskólanum Austurkór

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur deildum í leikskólanum Austurkór í Kópavogi hefur verið lokað vegna myglu í klæðningu á  útvegg, sem er á suðvesturhlið leikskólans. Lokunin er gerð í varúðarskyni til þess að vernda starfsmenn og nemendur.

Deildirnar hafa ekki verið nýttar í daglegu starfi en nýttar til sérkennslu fyrir litla hópa. Því hefur lokunin takmörkuð áhrif á leikskólastarf í Austurkór en alls eru 76 börn í skólanum.

Myglan greindist í kjölfar einkenna starfsmanns sem grunur lék á að rekja mætti til mygluskemmda. Verkfræðistofan Mannvit fengin til að taka sýni og senda til greiningar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ekki fannst mygla í þeim sýnum.

Til þess að gæta að öryggi nemenda og starfsmanna var farið í frekari sýnatöku og þá  tekin sýni úr einangrun útveggjar og gipsklæðningu á suðvesturhlið, þar sem vart hafði orðið við leka. Niðurstaða úr þeirri greiningu sem kemur frá Náttúrufræðistofnun Íslands sýnir myglu í útvegg deildarinnar.

Viðgerðir á Austurkór eru þegar hafnar. Til stendur að fjarlægja einangrun innandyra og klæða húsið að utan á sambærilegan hátt og á norðurhlið hússins.

Fundað hefur verið með foreldraráði og starfsfólki skólans og þá hafa foreldrar í leikskólanum verið upplýstir um stöðu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi