fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Tugir aðstoðaðir á svæðinu við Fagradalsfjall – Fólk kalt og hrakið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 05:42

Lögregla og björgunarsveitir hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 140 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum við gosstöðvarnar í Geldingadölum og þar í kring í nótt. Þeir hafa aðstoðað tugi manns við að komast niður úr fjöllunum í nótt og voru margir verulega þrekaðir og kaldir og var sumum hreinlega bjargað, svo illa á sig komið var fólkið.

Þetta hefur RÚV eftir Steinari Þórði Kristinssyni, aðgerðarstjóra Landsbjargar. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki en allnokkrir göngumenn voru illa haldnir af ofkælingu er haft eftir Steinari.

Margir fundust uppi í fjöllunum og var hjálpað niður en aðrir komust að bílum sínum af sjálfsdáðum. 38 fengu aðhlynningu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Hópsskóla í Grindavík.

Um klukkan fimm var staðan sú að enn átti eftir að hafa uppi á umráðamönnum átta bifreiða sem standa mannlausar nærri gosstöðvunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana