fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Subway í Mosfellsbæ játar vonda framkomu við tvo unga drengi – „Við erum miður okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg tilkynning hefur verið birt í íbúahópum á Facebook frá veitingastað Subway í Mosfellsbæ. Þar er játuð ámælisverð framkoma við tvo barnunga drengi og lýst eftir þeim svo hægt sé að bæta þeim upp slæma upplifun sem þeir urðu fyrir á staðnum.

Í tilkynningunni segir:

„Vökull viðskiptavinur sagði okkur sögu af vægast sagt vondri upplifun tveggja ungra drengja af þjónustunni hjá okkur. Við erum miður okkar og langar að bæta þeim þetta upp en vandinn er sá að við vitum ekki hverjir þeir eru.

Um var að ræða tvo á að giska tíu ára drengi sem voru spariklæddir. Þeir voru í Subway í Mosó um klukkan 14 á laugardaginn.“

Segist Subway leita á náðir íbúa í Mosfellsbæ um að hafa upp á þessum tveimur drengjum.

Ekki náðist í Subway við vinnslu fréttarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband