RÚV skýrir frá þessu. Fram kemur byrjað sé á að reyna að hringja í fólk en ef ekki er svarað sé farið heim til þess. Ef ekki er svarað þá er byrjað að leita en sú leit er erfið því enginn veit hvar sé best að hefja leit.
Mikil gasmengun er nú á gossvæðinu og búið að loka því. Vonskuspá er fyrir svæðið í dag. Suðvestan hvassviðri eða stormur, 15 til 23 m/s. Dimm slyddu- eða snjóél og lítið skyggni. Hviður geta orðið allt að 30 m/s.
Uppfært klukkan 07:52
Í viðtali við Steinar Þór Kristinsson, hjá aðgerðastjórn Landsbjargar, á Rás 2 kom fram að búið sé að hafa uppi á fólki úr öllum bílunum nema einum og standi leit því enn yfir.
Uppfært klukkan 09:20
Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir gosstöðvarnar til að athuga hvort eitthvað fólk sé þar í vandræðum. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi fólki skýr skilaboð í samtali við RÚV. „Það eru bara skýr skilaboð; ekki leggja inn á svæðið í dag. Þar er vont veður og mikil gasmengun,“ sagði Úlfar.