Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík lýsir miklum erfiðleikum við að hjálpa fólki sem villtist á gossvæðinu í Geldingadal á Reykjanesi í gærkvöld. Björgunarsveitarfólkið bendir á að þau séu bara sjálfboðaliðar að reyna að hlaupa undir bagga þegar erfiðleikar steðja að. Þau hafi engin völd til að taka ákvarðanir um lokanir eða aðrar hömlur við gossvæðið.
Þau segjast hafa verið stanslaust að störfum frá því gosið hófst á föstudagskvöld og vaktirnar séu langar:
„Frá því að eldgosið hófst um klukkan 21 á föstudagskvöld hefur sveitin ásamt öðrum sveitum af svæðinu verið að störfum stanslaust. Fólk skiptist á að fara að sofa og vaktirnar eru langar. Verkefni okkar í kringum svona eldgos eru aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi nýtum við þekkingu okkar og tækjabúnað til þess að aðstoða vísindamenn frá hinum ýmsu stofnunum við rannsóknir. Þessar rannsóknir hjálpa þessu sama fólki að átta sig betur á því hvað er í gangi og hvar hætturnar leynast. Í öðru lagi erum við að aðstoða Lögregluna á Suðurnesjum við ýmis verkefni. Verkefnin eru t.d. þau að upplýsa fólk við gosstaðinn um gasmegnun, hjálpa til við lokanir á leiðum og svo framvegis.“
Þau lýsa miklum og stigvaxandi erfiðleikum í sjálfboðaliðastarfinu á gossvæðinu og segja að á sunnudagskvöldið hafi allt farið í skrúfuna:
https://www.facebook.com/bjorgunarsveitinthorbjorn/posts/3818229841590414