fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Segir hundinn hafa verið settan í erfiðar aðstæður – „Hundar ráðast ekki á fólk upp úr þurru“

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mbl.is greindi frá því í gærkvöldi að ung kona hafi verið bitin í andlitið af hundi á skemmtistaðnum Röntgen. Sérstaklega var tekið fram í fyrirsögninni að um væri að ræða Rottweiler-hund.

Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir í samtali við blaðamann að svona gerist ekki upp úr þurru og að þarna hafi hundurinn verið settur í aðstæður sem hann greinilega réði ekki við.

„Það þarf að vera alveg á hreinu að hundar ráðast ekki á fólk upp úr þurru eins kom fram í fréttaflutning á öðrum miðlum. Það verður að vera eitthvað áreiti. Hundar eiga líka ekki heima í aðstæðum sem þessum, fólk með áfengi, há tónlist, þetta er of mikið áreiti ef þeir eru ekki sérstaklega þjálfaðir. Það er frábært að hundar megi koma inn á kaffihús og veitingastaði en skemmtistaðir er ekki heimili fyrir alla hunda,“ segir Hallgerður.

Heiðrún Klara Johansen, hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur, tekur undir orð Hallgerðar. Hún segir að hundar eigi ekki heima á skemmtistöðum, sérstaklega þegar eigendur hafa áfengi við hönd, og að það þurfi að setja ákveðna línu hver munurinn sé á kaffihúsi og veitingastöðum. Það sé mikill munur fyrir hundinn að sitja á rólegum stað með eiganda sínum og á að vera þar sem mikið er af fólki með háa tónlist í gangi.

Heiðrún segir það ekki skipta máli hvers tegundar hundurinn er og með því að taka það fram í fyrirsögn sé verið að reyna að ala upp ótta gegn ákveðinni tegund. Hundurinn hafi ekki bitið í andlit stelpunnar vegna þess að hann er Rottweiler heldur vegna þess að hann var í aðstæðum sem honum leið ekki vel í.

Samkvæmt vitni að atvikinu þá var konan að klappa hundinum þegar ölvaður maður stígur á löppina á honum. Hundurinn hefur þá talið að konan hafi verið að gera sér illt og talið sig vera í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir