fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Galið ástand við gosið – Áhorfandi rétt sleppur undan glóandi kvikuflæðinu

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 21. mars 2021 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur virðist hafa verið hætt komin við gossprunguna í Geldingadölum í kvöld. Í vefmyndavél Rúv kl 18:02 sést viðkomandi rétt sleppa undan kvikustreyminu sem skyndilega brýst fram á ógnarhraða. Þetta atvik er einmitt eitt dæmi þeirrar hættu er skapast getur og hafa Almannavarnir og Lögreglan á Suðurnesjum biðlað til fólks að fara með gát við gossprunguna.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við DV að þrátt fyrir að talað sé um lítið gos sé þetta engin krúttsýning. Hann hafði þó ekki heyrt af atvikinu sem sést á myndbandinu en segir að það hljómi sem ein sviðsmynd sem velt hefur verið upp í tengslum við gufusprengingar.

„Þó þetta sé lítið gos er þetta ekki lítil hjalandi lækjarspræna inn í dal. Þetta er eldgos og því fylgja hættur og ófyrirsjáanlegar breytingar sem gerast hratt. Gígurinn hefur verið að gefa sig með tilheyrandi hruni, þegar hraunið fer yfir vatn getur komið gufusprenging og hraun þeytist þá upp og svo geta opnast nýjar sprungur.“

Rögnvaldur minnir á að það hafi verið gefnar út leiðbeiningar og hluta svæðisins var í dag lokað vegna þess að þarna er veruleg hætta á ferð ef fólk fari ekki eftir tilmælum og sýni ýtrustu gát.

Í dag hafa ýmis myndbönd og myndir farið í dreifingu þar sem fólk virðist hreinlega hætta lífi sínu til að ná mynd eða myndbandi af sér óhugnanlega nálægt fljótandi kvikunni. Má þá nefna dæmi um mann sem kveikir sér í sígarettu í glóandi kvikunni. Rögnvaldur segist harma það að fólk leggi sig í slíka hættu. Enginn mynd sé þess virði og ef fólk getur kveikt í sígarettu í kvikunni sé það komið of nálægt.

Hann segist vona að fólk haldi sig heima í kvöld og nótt, spáin sé ekki góð og leiðin sé löng. „Mikill fjöldi fólks hefur streymt þangað, mis vel búið og hafa sumir hverjir þurft aðstoð við að komast til baka.“ Fólk hafi því vanmetið veðrið, lengd leiðarinnar og orðið hrakið og blautt.

Sjá nánari tilmæli á facebooksíðu Almannavarna:

  • Nýjar sprungur geta opnast í næsta nágrenni eldstöðvanna með engum fyrirvara.
  • Glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðrinum og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.
  • Gígarnir eru nú orðnir margra metra háir og geta verið óstöðugir, þeir geta brotnað og mikill og skyndilegur hraunstraumur úr þeim tekið nýja stefnu.
  • Sprengingar geta orðið þar sem hraun rennur yfir vatnsmettaðan jarðveg og þeytt hrauni til allra átta.
  • Hraunið rennur í lokaða dæld og geta lífshættulegar gastegundir safnast saman í dældum sem getur verið banvænt. Hættan eykst þegar vindur minnkar.
  • Auk þess spáir Veðurstofan vondu veðri næsta sólarhringinn og ferðafólk þarf að vera mjög vel útbúið ef það ætlar sér að ganga upp að gosstöðvum. Veðrið versnar talsvert í nótt með hvassviðri, slyddu eða snjókomu.

https://www.facebook.com/Almannavarnir/posts/4197462986952119

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi