fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Vilhjálmur segist hafa verið kallaður nauðgari og nauðgaravinur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóma héraðsdóms þar sem ummæli Hildar Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýjar Arnardóttur í svokölluðu Hlíðamáli voru staðfestir, að því leyti að ummæli beggja um tvo menn í Hlíðahverfi voru dæmd dauð og ómerk. Hins vegar voru skaðabætur sem þær eru dæmdar til að greiða mönnunum lækkaðar. Var þeim hvorri um sig gert að greiða mönnunum 100 þúsund krónur.

Haustið 2015 voru tveir menn kærðir fyrir nauðgun vegna atvika sem áttu sér stað í ótiltekinni íbúð í Hlíðahverfi. Fréttablaðið birti þá forsíðufrétt með fyrirsögn þess efnis að íbúðin hefði verið sérútbúin til nauðgana. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum og varð það tilefni mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og hatrammra ummæla á samfélagsmiðlum, þar sem þær Hildur og Oddný létu að sér kveða.

Rannsókn lögreglu á málinu var síðan felld niður og mennirnir ekki ákærðir.

Dóm Landsréttar yfir Hildi Lilliendahl má lesa hér

Lögmaður mannanna tveggja er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að gott væri að setja punktinn aftan við þessi mál sem hafi verið rekin í sex ár og unnist hafi fullnaðarsigur í samtals fimm meiðyrðamálum sem þessu máli tengjast. Vilhjálmur segist hafa mátt þola mikið aðkast fyrir að taka að sér vörn mannanna, hann segir:

„Ég var ekki aðeins gagnrýndur kurteislega fyrir að taka mál þessara manna heldur var ég ítrekað kallaður ýmist nauðgari eða nauðgaravinur og jafnvel eltur á götu og þessi orð kölluð eftir mér.“

„Engir fjármunir munu nokkru sinni geta bætt umbjóðenum mínum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna þessara mála,“ segir Vilhjálmur ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta