fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tryggvi ótt­ast það versta – „Hún er skugga­leg í orðsins fyllstu merk­ingu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. mars 2021 09:21

Tryggvi Felixson og Kópavogur - Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kópa­vogs­bú­ar hafa lengi saknað mann­væns miðbæj­ar versl­un­ar og þjón­ustu í hjarta Kópa­vogs þar sem boðið væri upp á skjólgott og sól­ríkt um­hverfi og um leið svig­rúm fyr­ir fjöl­breytt mann­líf íbúa svæðis­ins, versl­un­ar, þjón­ustu og gesta. Það yrði góð viðbót við hinn ágæta menn­ing­armiðbæ sem ligg­ur aust­an meg­in við Borg­ar­holtið.“

Svona hefst pistill sem Tryggvi Felixson hagfræðingur skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Skuggalegt“ skipulagsslys boðað í Kópavogi. „Í stað þess að bregðast við þess­um von­um íbúa með til­lög­um unn­um í sam­ráði við bæj­ar­búa, hafa bæj­ar­yf­ir­völd lagt áherslu á sam­starf við fjár­festa sem hafa allt önn­ur mark­mið í huga. Árang­ur­inn af því sam­starfi hef­ur nú litið dags­ins ljós í skipu­lagstil­lögu fyr­ir bút af miðbæj­ar­svæðinu,“ segir Tryggvi í pistlinum. „Hún er skugga­leg í orðsins fyllstu merk­ingu.“

Tryggvi segir að um sé að ræða Fann­borg­ar­reit og Traðarreit vest­ur. „Skipu­lagið hef­ur þó verið kennt við Hamra­borg, sem er ekki sann­leik­an­um sam­kvæmt því skipu­lagið er án teng­ing­ar við Hamra­borg­ina, Borg­ar­holtið og áformaða borg­ar­línu,“ segir hann. Samkvæmt Tryggva er þessi tillaga nú kölluð „bútasaumurinn“ af mörgum. „Birtu og sól er fórnað á alt­ari fjár­hags­legr­ar af­komu verk­efn­is­ins. Skipu­lagstil­lag­an er að mestu ættuð frá fjár­fest­um en afar lít­il eft­ir­spurn hef­ur fram til þess verið eft­ir skoðunum bæj­ar­búa og þeirra sem á Hamra­borg­ar­svæðinu reka þjón­ustu og versl­un.“

Lesa meira: Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“

„Mik­il­vægt að lág­marka óþæg­indi og mögu­legt tjón“

Tryggvi segir að nú séu bæjaryfirvöld í Kópavogi með fjölmargar athugasemdir til umfjöllunar en þessar athugasemdir hafa borist vegna tillögunnar sem um ræðir. „Nú vona marg­ir það besta, en ótt­ast það versta,“ segir hann.

„Bæj­ar­yf­ir­völd verða að vanda bet­ur til verka og af­stýra því skugga­lega skipu­lags­slysi sem virðist í upp­sigl­ingu í hjarta Kópa­vogs. Hvernig til tekst get­ur ráðið úr­slit­um um bæj­ar­brag í Kópa­vogi til langr­ar framtíðar. Vel ígrundaðar ný­fram­kvæmd­ir geta gert svæðið að langþráðri „hug­lægri sam­eign“ allra íbúa bæj­ar­ins og um leið að sam­nefn­ara og sál bæj­ar­lífs­ins. Þess vegna þarf aðkoma bæj­ar­búa að mót­un verk­efn­is­ins að vera svo miklu meiri en raun ber vitni. Það er líka mik­il­vægt að lág­marka óþæg­indi og mögu­legt tjón þeirra sem búa fyr­ir á svæðinu. Sá sjálf­sagði rétt­ur þeirra hef­ur til þessa verið fót­um troðinn.“

„Von­andi hlusta bæj­ar­yf­ir­völd“

Tryggvi segir að nú sé hópur Kópavogsbúa búinn að taka sig saman en hópurinn kallar sig Vinir Kópavogs. Hópurinn hefur tekið saman rök­studd­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi skipu­lagstil­lög­ur bæj­ar­yf­ir­valda. „Í þeim ábend­ing­um koma fram svo al­var­leg­ir gall­ar að full ástæða er til þess að mati hóps­ins, að setja verk­efnið í heild sinni í end­ur­mat og upp­stokk­un. Einnig er bent á marga lög­form­lega og tækni­lega van­kanta sem bera þess aug­ljós merki að hvorki hef­ur verið vandað til verka né tekið mark á fjöl­mörg­um at­huga­semd­um á fyrri stig­um máls­ins.“

Þá segir Tryggvi að handvömmin sé slík að umfangi að eina ráðið sem dugar er að leggja tillöguna til hliðar og vinna með nýjan valkost. Hann segir að það þurfi að hafa þrjú meginsjónarmið að leiðarljósi en sjónarmiðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.

„1) Miðbæj­ar­svæðið verði skipu­lagt sem ein heild. Sér­stak­lega þarf að gæta að lag­fær­ing­um á Hamra­borg­inni sjálfri og teng­ingu henn­ar við aðra hluta miðbæj­ar­ins og flæði á milli þeirra. Skoða þarf vel hvort og þá hvernig megi nýta fyr­ir­liggj­andi hús­næði og draga úr sóun.

2) Virkja bæj­ar­búa við gerð skipu­lags­ins og gæta að meðal­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga. Hags­mun­ir og vel­sæld íbúa á svæðinu og miðlægt hlut­verk miðbæj­ar­ins fyr­ir alla Kópa­vogs­búa verði í fyr­ir­rúmi. Þegar risa­verk­efni af þessu tagi er ann­ars veg­ar, sem mótað get­ur mann­líf í Kópa­vogi til langr­ar framtíðar, er aðkoma íbú­anna að mót­un verk­efn­is­ins, sam­keppni um end­an­leg­ar út­færsl­ur og síðan samþykki í íbúa­kosn­ingu for­senda þess að hjartað í bæn­um verði eign þeirra allra.

3) Sjálf­bærni­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna verði höfð að leiðarljósi en ekki til skrauts. Kröf­ur verði gerðar til fram­kvæmdaaðila um form­leg­ar gæða- og um­hverf­is­vott­an­ir og skýr bind­andi fyr­ir­mæli um ódýr­ar íbúðir og leigu­hús­næði. Sett verði raun­veru­leg hald­bær skil­yrði um fjöl­breytta bú­setu og önn­ur þau atriði sem stuðla að bættu mann­lífi.“

Að lokum segir Tryggvi að nú reyni á samtakamátt Kópavogsbúa en hann vonar að bæjaryfirvöld hlusti. „Nú reyn­ir á sam­taka­mátt Kópa­vogs­búa ef af­stýra á skipu­lags­slysi sem er í upp­sigl­ingu í bæj­ar­fé­lag­inu. Von­andi hlusta bæj­ar­yf­ir­völd á þær mörgu og vel rök­studdu at­huga­semd­ir sem fram hafa komið við skipu­lagstil­lög­una og bæta ráð sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar