fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Nýr íslenskur stjórnmálaflokkur notast við merki sem nasistar nota – „Við vissum af því“ segir stofnandi flokksins

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. mars 2021 12:30

Jóhann Sigmarsson og Óðal rúnin á nasistabúningi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn er senn á enda og vorið fer að koma í loftið. Með vorinu spretta upp ný blóm og aðrar plöntur en það er ekki það eina sem sprettur upp á þessu vori. Í haust eru nefnilega Alþingiskosningar og má búast við því að nokkrir nýjir stjórnmálaflokkar spretti upp vegna þess. Einn flokkur er byrjaður að spíra en það er hinn nýstofnaði Landsflokkur.

Forsprakki Landsflokksins er kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Sigmarsson. „Lands­flokk­ur­inn er stofnaður til að þjóna almenn­ingi í land­inu. Við berj­umst fyr­ir mann­rétt­ind­um, virðingu fyr­ir ein­stak­lingn­um og fjöl­skyld­unni,“ segir á vef flokksins en þar kemur jafnframt fram að fyrsta frumvarp flokksins til Alþingis, það er að segja ef flokkurinn fær aðila á þing, verður nýja stjórnarskráin með endurbættum stjórnarháttum.

Fyrsti fundur flokksins verður haldinn klukkan 14 á morgun og mun fundurinn vera til klukkan 18. Staðsetning fundarins hefur vakið nokkra furðu og athygli á samfélagsmiðlum en fundurinn verður haldinn á kaffihúsinu Café Roma á annarri hæð í Kringlunni. „Rétt við Bónus og beint á móti Eymundsson,“ segir á vefsíðu flokksins um fyrsta fundinn. „Í framhaldi verður flokkurinn formlega stofnaður með mættum félögum og fyrir alla þá aðra sem vilja koma að stofnun.“

Merki flokksins þekkt tákn nasista

Það sem vakti þó mesta athygli hjá blaðamanni er merki flokksins en það er hin svokallaða Óðal rún. Samkvæmt Norn.is táknar rúnin varanlegt öryggi, heimilið, föðurlandið og fjölskylduna. „Hún hentar vel þeim sem vilja galdra fram hagstæð íbúðarkaup og þeim sem eru að stofna heimili,“ segir á vefsíðunni. Merking rúnarinnar er því góð en saga hennar er ekki jafn falleg.

Óðal rúnin er nefnilega ágætlega þekkt og er það ekki vegna mögulegs eiginleika hennar til að galdra fram hagstæð íbúðarkaup. Rúnin var nefnilega notuð af SS-sveitum Nasista í seinni heimsstyrjöldinni en merkið var saumað í hálsmálið og á ermum jakka sem aðilar sveitarinnar klæddust.

Nasisti með Óðal rúnina á búning sínum.

Nýnasistar í Bandaríkjunum hafa svo haldið uppi óheiðri rúnarinnar á undanförnum árum. Í nóvember árið 2016 ákváðu nýnasistar í National Socialist Movement að skipta út hakakrossinum á fánanum sínum fyrir óðal rúnina. Óðal rúnin prýðir því fána nýnasistana í dag.

Fáni nýnasista í Bandaríkjunum.

„Þessu var hreinlega bara nauðgað af nasistum, nýnasistum og hægri öfgahópum og við vitum af því“

„Já við vissum af því,“ sagði Jóhann í samtali við blaðamann þegar hann var spurður hvort hann vissi af notkun rúnarinnar af nasistum. „En þú veist, það á náttúrulega ekki að vera að tengja svona rúnir við svona hópa en það er samt gert. Samkvæmt kosningastefnuskránni þá er þetta náttúrulega – það er ekki hægt að tengja þetta við nýnasista eða eitthvað svoleiðis,“ sagði hann svo.

Mörgum gæti þykið notkun rúnarinnar fyrir íslenskan stjórnmálaflokk vera varhugaverð en Jóhann er ekki á þeirri skoðun. „Nei, sko bara almennt þá eru rúnir fallegar og þær eru frá víkingatímabilinu. Þessu var hreinlega bara nauðgað af nasistum, nýnasistum og hægri öfgahópum og við vitum af því,“ segir hann. „Þetta eru engin nasistamerki þessar rúnir. Það er bara fallegt að setja þetta við Landsflokkinn. Óðalsrúnin þýðir náttúrulega bara heimili, öryggi og þannig.“

Jóhann segir að stefnuskrá Landsflokksins rími ekki við nýnasisma, nasisma eða aðra öfga hægrihópa og er það alveg rétt hjá honum. Þrátt fyrir að Óðal rúnin sameini þessa flokka þá eiga þeir ekkert skylt þegar kemur að stefnuskrá og baráttumálum.

Nasistar eru hvað þekktastir fyrir andúð sína á minnihlutahópum en Landsflokkurinn tekur til að mynda skýrt fram í stefnuskrá sinni að allri mismunun á fólki sé hafnað. „Við höfnum hvers konar mismunun á fólki, til dæmis eftir kynþætti, kynferði, tungumáli, trúarbrögðum, þjóðerni, fötlun, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum og munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir