Lögregla telur sig hafa fundið skotvopnið sem notað til að myrða Albanann Armando Bequiri fyrir utan heimili hans í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. mbl.is greinir frá þessu.
Engin tilkynning frá lögreglu hefur borist um þetta og Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hefur til þessa ávallt neitað að upplýsa fjölmiðla um hvort morðvopnið sé fundið eða ekki. Hefur hann verið margspurður um það af öllum helstu fjölmiðlum. Í dag segir hann við mbl.is:
„Eftir bráðabirgðaniðurstöðu sérfræðinga má áætla að svo sé; að þetta sé vopnið sem var notað í þessu tilviki.“
Margeir upplýsir ekki um hvenær lögregla fann vopnið. Fram kemur í fréttinni að rannsókn lögreglu á málinu miði vel.