fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Kristján dæmdur fyrir árás á öryggisvörð Landsbankans -„Ég held honum hálstaki þar í smá tíma og hann spriklar eitthvað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 17:12

Kristján Örn Elíasson. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir flesta eru erindi í banka ekki minnisverð atvik. En ferð Kristjáns Arnar Elíassonar í Landsbankann haustið 2017 var engin venjuleg bankaferð. Kom þar til ágreinings hjá Kristjáni og öryggisverði bankans vegna þess að Kristján var með myndavél, hljóðnema og farsíma sem hann tók myndskeið á. Átökin urðu í kjölfar þess að Kristjáni og föður hans, sem var með í för, var bannað taka upp myndefni í bankanum.

„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var „lagður til“ á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra. Ef ég þekki stjórnsýsluna rétt þá er Jón H.B. Snorrason og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að ræsa út Víkingasveitina í þessum skrifuðum orðum,“ skrifaði Kristján á Facebook um málið.

Hann sagði ennfremur:

„Ég held honum hálstaki þar í smá tíma og hann spriklar eitthvað. Ég sparkaði aldrei í hann, þetta er kannski óljóst að einhverju leyti, en hann reynir að keyra inn í mig og ég ætlaði að spyrna honum frá mér. Ég sleppi honum og fer til hliðar. Ég hélt að hann ætlaði í mig en þá ætlaði hann bara að hlaupa beint inn í bankann og þá fórum við bara.“

Kristján birti sjálfur myndband af atvikinu sem sjá má hér fyrir neðan fréttina. Myndbandið sýnir aðdraganda átakanna og það endar þegar mönnunum tveimur er að lenda saman.

Í frétt DV frá 2017 er rifjuð upp átakasaga Kristján við Landsbankann. Þar segir:

„DV hefur áður fjallaðu stríð Kristjáns við Landsbankann en í fyrra lögðu þrír stjórnendur bankans kæru á hendur honum fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Þar á meðal var Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri, sem taldi öryggi sínu ógnað og yfirgaf heimili sitt um tíma. Kristján hefur fúslega viðurkennt að hafa farið að heimili Steinþór til að ræða uppgjör skuldamáls sem tengist honum og fjölskyldu hans. Steinþór vildi ekki tjá sig um málið á sínum tíma þegar eftir því var leitað.

Forsaga málsins er sú að Kristján Örn er stjórnarformaður Elliðafélagsins sem er félag utan um jörðina Elliða í Staðarsveit, Snæfellsnesi. Jörðin var áður í eigu afa Kristjáns og því er um ættaróðal fjölskyldunnar að ræða. Jörðin er geysistór, 2.144 hektarar, og segir Kristján að fjölskyldan hafi fengið tilboð í jörðina uppá 100 milljónir króna á árunum fyrir hrun. Hann hafi hafnað því enda hefði jörðin fyrst og fremst tilfinningalegt gildi en ekki peningalegt. Kristján tók tvö lán í nafni félagsins frá Landsbankanum fyrir hrun, samtals að upphæð 20 milljónir króna. Í kjölfar bankahrunsins réð hann ekki við afborganir lánanna og lenti í vanskilum.“

Dómstólarnir ekki í vafa um sekt Kristjáns

Héraðsdómur fann Kristján sekan um líkamsárás á öryggisvörðinn með dómi árið 2019. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manninum 500 þúsund krónur í miskabætur.

Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm í dag og er dómur héraðsdóms þar staðfestur. Landsréttur hafnar þeirri skýringu Kristjáns að hann hafi verið að koma föður sínum til varnar enda sneri hann baki í hann er öryggisvörðurinn tók símann af föður hans. Þá segir ennfremur í dómi Landsréttar:

„Að mati réttarins var háttsemi ákærða í umrætt sinn harkaleg, ofbeldisfull og augljóslega til þess fallin að valda brotaþola líkamlegu og andlegu tjóni. Er fráleit sú vörn ákærða að téð háttsemi hans geti helgast af því að með henni hafi hann leitast við að vernda lögmæta hagsmuni fyrir yfirvofandi hættu þannig að einungis væru skertir aðrir hagsmunir sem telja verður mun minni, sbr. 13. gr. almennra hegningarlaga.“

Málið mun reynast Kristján dýrt í peningum. Hann þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað, samtals 800.000 krónur, og auk þess þarf hann að greiða öryggisverðinum 600.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta