fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Kona á Suðurnesjum sökuð um að vera stjúpmóðir frá helvíti – Lögregla haldlagði farsíma og peningasummu við húsleit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 12:50

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist nýlega gæsluvarðhalds yfir konu sem sökuð er um að hafa þrælað þremur stjúpbörnum sínum út í fyrirtæki sínu, hirt af þeim launin þeirra og ýmist sent peningana til útlanda eða eytt þeim í spilakassa. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í málinu í fyrradag segir meðal annars að faðir barnanna og þau sjálfa hafa verið samvinnufús við lögreglu og veitt aðgang að bankaupplýsingum. Þá segir enn fremur í úrskurðinum:

„Fyrir liggi framburður nefndra brotaþola og annarra vitna, sem renni stoðum undir þær grunsemdir að varnaraðili hafi notið fjárhagslegs ávinnings af meintum brotum gegn brotaþolum og hún um árabil látið börnin vinna gríðarlega mikið, en sjálf tekið laun þeirra og ýmist sent úr landi eða notað í t.d. spilakassa. Búið sé að afla dómsúrskurðar um afléttingu bankaleyndar á banka-og greiðslukortareikningum varnaraðila og beðið sé gagna frá alþjóðlegum peningasendingafyrirtækjum. Sjálf hafi börnin og faðir þeirra heimilað lögreglu að rannsaka reikninga í þeirra nafni. Sé nú verið að vinna úr þessum gögnum, sem og haldlögðum farsímum og fleiru sem fannst við nýgerða húsleit á heimili varnaraðila og starfsstöð. Við leitina á heimili hennar fundust meðal annars 835.000 krónur í reiðufé. Varnaraðili hafi svo verið handtekin í gær og færð til yfirheyrslu.“

Konan neitaði allri sök í yfirheyrslu hjá lögreglu.

Héraðsdómur féllst á þann málatilbúnað lögreglu að hætta væri á því að konan gæti torveldað rannsókn málsins ef hún gangi laus. Var því fallist á vikulangt gæsluvarðhald yfir henni.

Þennan gæsluvarðhaldsúrskurð felldi Landsréttur hins vegar úr gildi í morgun. Álítur Landsréttur að ekki séu til staðar rannsóknarhagsmunir sem krefjist þess að konan sitji í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta