fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Maðurinn sem sakaður er um að ofsækja fjölskyldu Svölu laus úr haldi – „Þetta er hræðileg staða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 15:11

Bíll Svölu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem grunaður er um stórfelld skemmdarverk á bíl Svölu Lindar Ægisdóttur og fyrir að hafa margbrotið nálgunarbann gegn henni og fjölskyldu hennar hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu, samkvæmt heimildum DV. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld eftir mikla leit.

DV bar tíðindin undir Svölu Lind sem segir: „Þetta er hræðileg staða. Ég veit ekkert og skil ekki að hann sé laus. Það er ekki að fara að auka öryggi okkar neitt að hann hafi verið handtekinn og yfirheyrður ef hann gengur laus núna.“

Málið hófst í nóvember í fyrra, að sögn Svölu, er maðurinn nam son hennar á brott, frelsissvipti hann og misþyrmdi honum hrottalega. Tilefni árásarinnar var afbrýðisemi.

Svala fékk úrskurðað nálgunarbann á manninn. Að hennar sögn hefur hann þverbrotið nálgunarbannið, meðal annars með líflátshótunum og skemmdarverkum. Hún hefur hljóðritanir af hótunum mannsins í síma. Á grundvelli þess hefur hún farið fram á að maðurinn verði dæmdur í síbrotagæslu en ekki hefur orðið af því enn.

Í ljósi þeirra frétta að maðurinn sé laus úr haldi er ljóst að Svala og fjölskylda hennar eru ekkert frekar óhult fyrir manninum í dag en þau voru í gær.

Sjá einnig: Svona leit bíll Svölu út í morgun

Uppfært – Gæsluvarðhaldskröfu hafnað

Í frétt á vef lögreglunnar segir að gæsluvarðhaldskröfu á hendur manninum hafi verið hafnað af héraðsdómi. Orðrétt segir:

„Kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar m.a. meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Í gær

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr